Frjáls verslun - 01.08.2001, Page 23
Ari Edwald,framkvœmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Finn-
ur Geirsson, formaður Samtaka atvinnulífsins og fram-
kvæmdastjóri Nóa-Síríusar, og Þórarinn V. Þórarinsson, for-
stjóri Landssímans.
HarpaSjöfn
á Hótel Borg
Vitnað í
Vísbendingu
Niðurstaðan er því sú að veiking krónunnar bæti hag
sjávarútvegsins þegar til lengri tíma er litið. Miðað við 16% veikingu
krónunnar batnar sjóðsstreymið í rekstrinum um 4-5 milljarða á ári
eða sem nemur 4-5% af heildarútflutningsverðmæti greinarinnar.
Jón Hallur Pétursson (Gengi gjaldmiðla og sjávarútvegurinn)
Þeir sem halda þvi fram að núverandi kerfi sé óhagstætt fyrir félaga
í lífeyrissjóðum segja einungis hálfa söguna. Þeir skoða óhagræðið
af því að greiða tekjuskatt í stað fjármagnstekjuskatts en horfa
framhjá hagræðinu af skattfrestuninni og því að sleppa við
fjármagnstekjuskatt sem vegur þó alltaf þyngra.
Gylfi Magnússon (Frestur er á illu bestur)
Meðaltími stefnumótandi samstarfs er einungis sjö ár og næstum
80 prósent slíkra tilrauna enda með sölu eða yfirtöku
samstarfsaðilans.
Magnús I. Guðfinnsson (Stefiiumótandi samstarf fyrirtækja)
Til að gera langa sögu stutta leiddu umbæturnar [í fyrrum
Sovétríkjunum] ekki til gulls og grænna skóga eins og flestir höfðu
vonast til. Verg landsframleiðsla tók dýfu, eftir að hafa aukist um
0,74% á mann frá 1973 til 1990 dróst hún nú saman um 6,86% [frá
1990 til 1998].
Eyþór Ivar Jónsson (Ur rústum Sovétríkjanna)
Áskriftarsími: 512 7575
aldið var hóf nýlega á Hótel Borg í tilefni af sameiningu
málningarfyrirtækjanna Hörpu og Sjafnar. Glatt var á hjalla
eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. SD
Baldur Guðnason, stjórnarformaður HörpuSjafnar, Helgi
Magnússon, framkvæmdastjóri HörpuSjafnar, og Oskar
Magnússon, stjórnarformaður Þyrpingar.
Myndir: Geir Olafsson
Handfrjáls búnaður í bíla
fyrir flestar gerðir GSM síma.
ísetning á staðnum.
öföU
23