Frjáls verslun - 01.08.2001, Qupperneq 28
Þórhildur Gunnarsdóttir, einn af eigendum Völusteins, hefur setið í
stjórn Austurbakka í eitt ár eða frá því fyrirtækið var skráð á Verð-
bréfaþing. Þórhildur hefur víðtæka reynslu úr verslunarrekstri og
félagsstörfum. Mynd: Geir Ólafsson
S. Elin Sigfúsdóttir, viðskiþtafrœðingur og aðstoðarframkvœmdastjóri
fyrirtœkjasviðs Búnaðarbanka Islands, hefur setið í bankaráði Bún-
aðarbankans t þrjú árfyrir hönd lífeyrissjóðs starfsmanna bankans.
Mynd: Geir Ólafsson
stjórnum tveggja annarra fyrirtækja, Skagijörð og Steinavör, en
þau eru bæði hætt starfsemi. Unnur er 77 ára Reykvíkingur.
Margrét Guðmundsdóttir
Framkvæmdastjóri markaðssviðs smásölu hjá Skeljungi
Hefur setið sem fulltrúi Reykjavíkurborgar í stjórn Skýrr hf.
frá ársbyrjun 1996 og tók þátt í að undirbúa einkavæðingu fyr-
irtækisins. Var varaformaður um tíma. Margrét hefur setið í
kjaradómi í um það bil þrjú ár. Hún er formaður stjórnar
Fríkortsins. Margrét er viðskiptafræðingur frá Háskóla ís-
lands og cand. merc frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmanna-
höfn. Hún er 47 ára og fædd og uppalin í Reykjavík. Hún bjó
í tæp 20 ár í Danmörku og gegndi þar ýmsum stjórnunar-
störfum.
Þórhildur Gunnarsdóttir
Stofnandi og aðaleigandi Völusteins
Hefur setið í fimm manna stjórn Austurbakka í rúmlega eitt
ár eða frá því að fyrirtækið var skráð á Verðbréfaþing. Hafði
áður unnið við verslun í mörg ár, en frá 1989 með eigin rekst-
ur. Hefur mikla reynslu úr félagsstörfum hjá JC hreyfmgunni
og Lions og sinnt yfirstjórnun hjá báðum hreyfingum, einnig
setið í nefndum hjá Félagi íslenskra stórkaupmanna og Versl-
unarráði Islands. Þórhildur er 58 ára Reykvíkingur.
Konur í stjórnum einkafyrirtækja Konur í stjórnum einkafyrir
tækja eru heldur fleiri en konurnar í stjórnum félaga á Verð-
bréfaþingi enda kannski engin furða, þær og fjölskyldur þeirra
eiga oft hlut í viðkomandi fyrirtækjum. Það er þó engan veg-
inn algild regla eins og mörg dæmi hér að neðan sanna, kon-
ur virðast t.a.m. eiga upp á pallborðið hjá samvinnufélögunum
og allmargar hafa verið beðnar um að setjast í stjórn stórra
fyrirtækja. Hér birtum við úttekt á konum í stjórnum 100
stærstu fyrirtækja landsins og annarra stórra fyrirtækja.
Ingibjörg Pálmadóttir
Innanhússhönnuður
Hefur setið í stjórn Þyrpingar frá 2000, eða síðan Þyrping og
Eignarhaldsfélag Kringlunnar sameinuðust, hefur setið í
stjórn Miklatorgs, sem á og rekur Ikea, um nokkurra ára
skeið og svo situr Ingibjörg í stjórn eigin eignarhaldsfélags,
ISP ehf. Hún hefur áður verið í stjórnum flölskyldufyrirtækja
meðan Hagkaupsijölskyldan rak fyrirtæki í sameiningu. Ingi-
björg er 40 ára gömul, menntuð í innanhússhönnun frá Par-
son’s School of Design á Manhattan í Bandaríkjunum. Hún
starfar sem hönnuður og er í fjárfestingum. Eignarhlutur
hennar í Miklatorgi er 20 prósent, Þyrpingu 20 prósent, og
svo á hún 100 prósent í ISP ehf.
Lilja Pálmadóttir
Myndlistarmaður
Hefur setið í stjórn Þyrpingar frá mars 2001, sat áður í stjórn
gömlu Þyrpingar. Hún kom inn í stjórn Þórsbrunns vorið
2000 en það fyrirtæki var stofnað utan um vatnsútflutning.
Lilja hefur setið í stjórn Miklatorgs, sem á og rekur Ikea, í
nokkur ár. Lilja er einnig í stjórn Sagnar ehf., sem hún á og
rekur með eiginmanni sínum, Baltasar Kormáki leikstjóra.
Eignarhlutur Lilju er um 20 prósent í Miklatorgi, 20 prósent í
Þyrpingu, 7 prósent í Þórsbrunni og 50 prósent í Sögn ehf.
Lilja er formaður í sínu eigin eignarhaldsfélagi, Langbrók
28