Frjáls verslun - 01.08.2001, Síða 30
SHEU
FYRIRTÆKI KONUR í STJÓRNUM
Jónína Bjartmarz
Alþingismaður og lögmaður
Hefur setið í stjórn Landssímans í þijú
ár. Jónína hefur verið formaður Lands-
samtakanna Heimili og skóli í mörg
ár, var fyrsti formaður Félags kvenna í
atvinnurekstri og einn af stofnendum
þess. Hún hefur gegntýmsum öðrum
nefndar- og trúnaðarstörfum. Jónína
er 49 ára Reykvíkingur.
Svafa Grönfeldt
Framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá IMG
Margrét Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Skeljungi, hefur setið í stjórn Skýrr í fimm ár og
tók þátt í að undirbúa einkavæðingu jýrirtœkisins. Hún var jafnframt varaformaður um tíma.
Mynd: Geir Olafsson
Þóra Guðmundsdóttir
Annar stofnenda Flugfélagsins Atlanta hf.
Situr í stjórn IMG sem einn eig-
enda. Situr einnig í stjórnum ým-
issa dótturfyrirtækja IMG og hefur
setið í stjórn Landssímans í tæp tvö
ár. Svafa hefur gegnt starfi lektors í viðskipta- og hagfræði-
deild Háskóla Islands undanfarin ár. Svafa er 36 ára Borgnes-
ingur, doktor í vinnumarkaðsfræði.
Hún hefur setið í stjórn félagsins frá upphafi og starfað ásamt
eiginmanni sínum, Arngrími B. Jóhannssyni, flugstjóra og
stjórnarformanni, að daglegri stjórnun, uppbyggingu, skipu-
lagi og mótun starfseminnar allar götur síðan. Hún er einnig
stofnfélagi og stjórnarmaður í stjórn Ítalsk-íslenska verslun-
arráðsins. Þóra er fædd 1951 á Siglufirði. Hún tók stúdents-
próf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, stundaði um tima
háskólanám í Bandaríkjunum og starfaði sem flugfreyja hjá
Loftleiðum og Flugleiðum fram til þess dags er hún stofnaði
eigin flugfélag.
Ingileif Bryndís Hallgrímsdóttir
Húsmóðir
Hefur verið stjórnarformaður í Nóa-Síríusi í 47 ár og setið í
stjórn Ræsis hf. um áratuga skeið. Situr enn í báðum stjórn-
um. Ingileif hefur jafnframt setið í stjórn H. Benediktssonar.
Ingileif er fædd 10. nóvember 1919. Hún útskrifaðist stúdent
úr Menntaskólanum í Reykjavík árið 1938 og hélt svo til Kaup-
mannahafnar til að stunda nám í viðskiptum í kvöldskóla.
Samhliða því starfaði hún hjá olíufyrirtækinu Vacuum Oil í
Kaupmannahöfn. Ingileif settist í stjórn Nóa-Síríusar eftir and-
lát föður síns 1954 og hefur verið stjórnarformaður síðan.
Brynja Halldórsdóttír
Fjármálastjóri Norvikur
Guðrún Sylvía Pétursdóttír
Nemi
Hefur verið meðstjórnandi í stjórn vatnsútflutningsfyrirtækisins
Þórsbrunns í um það bil tvö ár. Hún er stjórnarformaður Háu-
hlíðar hf. og situr í stjórn Eignarhaldsfélagsins Vors hf. Guðrún
hefur áður setið í stjórn Sólar-Víkings, Vífilfells og Þórðar
Sveinssonar. Hún hefur starfað við almannatengsl og hjá Vífil-
felli. Guðrún er 34 ára, dóttir Péturs Björnssonar forstjóra og
Sigríðar Magnúsdóttur húsmóður. Hún er með stúdentspróf frá
VI og lýkur fljótlega prófi í heimspeki frá Háskóla íslands.
Lilja Rafney Magnúsdóttír
Starfsmaður Sundlaugar Suðureyrar
Hefur setið í stjórn Islandspósts fyrir hönd Vinstri hreyfing-
arinnar græns framboðs frá því í apríl í fyrra. Áður hefur hún
setið í ýmsum nefndum og ráðum á vegum ríkisins, t.d. Orku-
ráði fyrir hönd Alþýðubandalagsins og stjórn Byggðastofnun-
ar f.h. Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Lilja Rafney
var varaþingmaður Alþýðubandalagsins 1991-1999. Hún er
nú formaður Verkalýðs- og sjómannafélagsins Súganda á
Suðureyri og hefur gegnt þeirri formennsku í 13 ár. Hún sit-
ur í stjórn Alþýðusambands Vesttjarða. Lilja Rafney er fædd
24. júní 1957 og búsett á Suðureyri. Hún hefur gagnfræða-
skólapróf og hefur sótt ýmis námskeið.
Brynja er 44 ára, viðskiptafræðingur að mennt. Hún stýrir
fjármálum allrar Norvikur samstæðunnar og hefur setið í Guðrún Sighvatsdóttír
stjórn Byko og Elko í tæp tvö ár ásamt stjórnarformanni sam- skrifstofumaður
stæðunnar og framkvæmdastjóra í hvoru féiagi fyrir sig.
30
Guðrún er 40 ára skrifstofumaður hjá Fiskiðjunni Skagfirðingi
og fv. starfsmaður KS. Hún var kjörin í stjórn Kaupfélags Skag-