Frjáls verslun - 01.08.2001, Side 32
Ingileif Bryndís Hallgrímsdóttir hefur verið stjórnarformaður í Nóa-Stríusi í 47 ár og hefur setið í stjórn Ræsis hf um áratuga skeið. Situr enn
í báðum stjórnum. Ingileif hefur jafnframt setið í stjórn H. Benediktssonar. Mynd: Geir Ólafsson
bands framsóknarkvenna og átti lengi sæti á framboðslista
flokksins. Hún er 72 ára, fædd og uppalin á Ketilsstöðum á
Völlum og búsett á Seyðisfirði.
Helga Sigrún Harðardóttir
Atvinnuráðgjafi
Helga Sigrún Harðardóttir hefur verið aðalmaður í stjórn
Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. frá því í vor. Áður hafði hún
verið varamaður í stjórninni frá því að Flugstöðin og Fríhöfn-
in á Keflavíkurflugvelli sameinuðust í eitt fyrirtæki í fyrra-
haust. Helga Sigrún hefur verið varamaður í stjórn Náttúru-
stofu Reykjaness í eitt ár. Hún er 31 árs, atvinnuráðgjafi hjá
Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar, kennari
og námsráðgjafi að mennt og er að ljúka meistaraprófi í
mannlegum samskiptum frá Oklahoma háskóla í Bandaríkj-
unum.
Ingigerður Á. Guðmundsdóttir
Tannlæknir
Hefur setið í stjórn Bifreiða- & Landbúnaðarvéla hf. í um það
bil áratug. B&L er ijölskyldufyrirtæki að miklu leyti og er
Guðmundur Gíslason, faðir Ingigerðar, stjórnarformaður
fyrirtækisins og einn af stofnendum þess. Ingigerður er
fimmtug og búsett í Reykjavík.
Steinunn Valdís Qskarsdóttir
Sagnfræðingur og borgarfulltrúi
Hefur setið í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur frá 1998, sat í stjórn
Línu.Nets 1999-2000. Steinunn Valdís hefur setið í borgar-
stjórn frá 1994 og borgarráði frá 1998. Hún hefur m.a. verið
formaður ITR, varaformaður skipulagsnefndar, formaður
samstarfsnefndar um lögreglumálefni. Hún er ritari Samfylk-
ingarinnar. Var virk í stúdentapólitíkinni á fyrri hluta tíunda
áratugar síðustu aldar, var formaður Stúdentaráðs 1991-92 og
var varaformaður í stjórn Félagsstofnunar stúdenta 1992-95.
Steinunn Valdís er fædd 1965 í Reykjavík.
Jóna Gróa Sigurðardóttir
Borgarfulltrúi
Rak heildsölu og bílaleigu áður en hún varð formaður og
framkvæmdastjóri Félagasamtakanna Verndar, fangahjálpar
á áttunda áratugnum. Hún lét af því starfi 1980. Hún hefur nú
setið í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur í sjö ár, var áður vara-
maður í stjórn í eitt kjörtímabil. Jóna Gróa hefur verið aðal-
borgarfulltrúi óslitið í tólf ár en þar á undan var hún ýmist
aðal- eða varamaður í borgarstjórn frá 1982. Hún hefur gegnt
fjölda trúnaðarstarfa á vegum borgarinnar á þessu tímabili,
nú situr hún m.a. í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkur-
borgar. Jóna Gróa er 66 ára Reykvíkingur.
Guðný Sverrisdóttir
Sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi
Meðstjórnandi í KBA, hlutafélaginu sem stendur að rekstri
KEA. Hefur setið í stjórn KEA og síðan KBA frá 1992 og ver-
ið varaformaður um skeið. Hún er í dag meðstjórnandi i
stjórn vélsmiðjunnar Víkur hf. á Grenivík og stjórn Eyþings,
sem er samstarf sveitarfélaga á Norðurlandi eystra. Guðný
hefur verið formaður stjórnarnefndar Landspítala-háskóla-
sjúkrahúss í tæp tvö ár, setið í fulltrúaráði Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga og gegnt fjöldamörgum öðrum trúnað-
32