Frjáls verslun - 01.08.2001, Page 69
Turnarnir voru rétt við
Wall-Street á Man-
hattaneyju í New York,
helsta fjármálahverfi
heimsins.
Forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, í flugvél
Bandaríkjaforseta, Air Force One, hefur sagt
hryðjuverkamönnum um allan heim stríð á hendur.
í New York þriðjudaginn 11. september 2001, dags 1972-2001. Tvíburaturnarnir í World Trade Center í
sem minnst verður sem eins sorglegasta dags í sögu New York voru byggðir árið 1972 og voru einhver
Bandaríkjanna. Myndir: IDG.
þekktustu tákn frjálsra heimsviðskipta.
Árásin ð Bandaríkln
Sjálfsmorðsárásir hryðjuverkamanna á Bandaríkin þriðjudag-
inn 11. september sl. hafa þegar haft áhrif á heimsviðskipti og
ferðaþjónustu um allan heim. Á sjötta þúsund manns létust og
þúsundir slösuðust. Hryðjuverkamennirnir rændu ijórum farþega-
flugvélum í innanlandsflugi í Bandaríkjunum. Flestir fórust þegar
tveimur vélanna var flogið á tvíburaturnana í World Trade Center á
Manhattaneyju í New York að morgni til þegar fólk streymdi til
vinnu sinnar, en turnarnir voru mitt í helsta ijármálahverfi heims-
ins, við Wall-Street. Þriðju vélinni var íiogið á varnarmálaráðuneyti
Banaríkjanna, Pentagon, og sú íjórða hrapaði skammt frá Somerset
í Pennsylvaniu. Tvíburaturnarnir í World Trade Center voru
byggðir árið 1972. Hryðjuverkamönnunum tókst það ætlunarverk
sitt að fella turnana og deyða fólk; bijóta niður þessi þekktu tákn
kapítalismans og fijálsra heimsviðskipta. Þeim tókst hins vegar
ekki að bijóta niður fijáls viðskipti og frelsi í vestrænum ríkjum -
þótt með auknum ótta og hatri hafi augljóslega verið þrengt að
frelsi manna sem gerir viðskiptum eríiðara fyrir - eins og þegar
hefur komið á daginn hjá Flugleiðum og íslenskri ferðaþjónustu.
Erlendar hlutabréfavísitölur hafa hins vegar lækkað umtalsvert
meira eftir hryðjuverkin en íslenska úrvalsvísitalan. FV