Frjáls verslun - 01.08.2001, Page 96
VIÐTÖL VIÐ FORSTJÓRfl fl AÐALLISTfl
crxf oeatÍH lœkfii
Arið 2000 var mjög gott fyrír Opin kerfi samstæðuna, góð-
ur vöxtur og hagnaður af starfseminni. Þetta var besta ár
í sögu móðurfélagsins frá upphafi og var starfsmönnum
ljölgað til þess að mæta auknum vexti. Hlutdeildar- og dóttur-
fyrirtæki félagsins voru sex talsins og gekk rekstur þeirra al-
mennt samkvæmt áætlun,“ segir Frosti Bergsson, stjórnarfor-
maður Opinna kerfa.
„Fyrstu sex mánuði þessa árs höfum við orðið varir við sam-
drátt á markaðnum, sem kemur þó mismunandi niður. Mestur
samdráttur er í sölu á búnaði til heimila en það er líka samdrátt-
ur í sölu til fyrirtækja. Fyrstu sex mánuðina gekk þó rekstur
móðurfélagsins vel og var hagnaður af starfseminni yfir áætl-
un en allmikið tap var á nokkrum hlutdeildar- og dótturfyrir-
tækjum af margvíslegum ástæðum.“
- Hvernig meturðu horfurnar næstu tólf mánuðina?
„Við gerum ekki ráð fyrir vexti almennt á markaðnum. Flest
fyrirtæki eru nú í aðhaldsaðgerðum og má búast við atvinnu-
leysi í upphafi næsta árs. Fjármagnsgjöld eru að fara illa með
skuldug fyrirtæki og væri óskandi að vextir lækkuðu fljótlega.
Opin kerfi hf. skulda mjög lítið og við sjáum ýmis tækifæri til
vaxtar bæði hérlendis og erlendis. SH
Frosti Bergsson, stjórnarformað-
ur Opinna kerfa. „Fjármagns-
gjöld eru að fara illa með skuldug
jyrirtœki og væri óskandi að vext-
ir lœkkuðu fljótlega. “
Mynd: Geir Olafsson
■ J r \ & %> v 1
c • Wff í ;
Sf i Ml
Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri í Keflavík, telur að vextir
verði áfram háir og engin teikn séu á lofti um að vaxtamunur minnki.
S
oe/HHi/*- óf/f'eutt
Síðasta ár og fyrstu sex mánuðir þessa árs hafa gengið
samkvæmt áætlun og komið ágætlega út. Við höfum nán-
ast eingöngu lagt áherslu á almenna bankastarfsemi og
hún hefur gefið ágætlega. Sparisjóðirnir hafa almennt séð skil-
að ágætri aíkomu vegna þess að flestir þeirra hafa ekki verið
háðir þeim markaðssveiflum, sem hafa átt sér stað á þessu
tímabili. Þeir hafa fyrst og fremst verið á hinum almenna
bankamarkaði og það ber öllum saman um að góð afkoma hafi
verið af reglulegri starfsemi meðan aðrar fjármálastofnanir
hafa verið í áhættusömum viðskiptum og orðið að glíma við
mikið gengistap," segir Geirmundur Krístinsson, sparisjóðs-
stjóri Sparisjóðsins í Keflavík.
- Hvernig meturðu horfurnar næstu 12 mánuðina?
„Eg held að afkoma af reglulegri starfsemi verði nokkuð góð
fram á mitt næsta ár og að ástandið verði almennt séð óbreytt.
Miðað við stöðuna í dag hef ég enga trú á því að markaðir taki
við sér fyrr en einhvern tímann á næsta ári. Vextir eru háir á ís-
landi í dag og verðbólgan hefur gert það að verkum að vaxta-
munur hefur aukist. Seðlabankinn hefur ekki gefið neinar vís-
bendingar um að breyting verði þar á. SH