Frjáls verslun - 01.08.2001, Síða 99
Jón Sigurðsson, forstjóri Óssurar. „Sé einungis litið á rekstur Össurar
hf. er ekki ástæða til svartsýni á næstu 12 mánuðum. “
Bogi Þór Siguroddsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, telur sjálfsagt að
unnin verði fagleg úttekt á þróun hagkerfisins undanfarin misseri og
í framhaldi afþví metið hvort hagkerfið beri íslenskan gjaldmiðil.
FV-Myndir: Geir Olafsson
u
m
&ftki ástœéw til
muMsúni
á iðnaður sem við störfum í einkennist af mörgum litlum
fyrirtækjum. Þetta, ásamt því að vörurnar hafa orðið sí-
fellt flóknari, varð til þess að við mörkuðum þá stefnu að
Össur hf. myndi verða leiðandi í þeirri samþjöppun sem var
óumflýjanleg í þessari grein. Þetta tókst og markmið sem við
settum fram haustið 1999 hafa gengið eftir. Við erum næst-
stærst í þessum iðnaði, með tæknilega fullkomnustu vörurnar,
ásamt mikilli þróunargetu. Mikil vinna og orka hefur farið í að
steypa þessum sex fyrirtækjum í eina heilsteypta mynd og hef-
ur það gengið eftir áætlun. I lok síðasta árs var svo ákveðið að
við myndum byggja upp okkar eigið sölukerfi á öllum okkar
aðalmörkuðum. Vel hefur tekist til vestanhafs en reynsla verð-
ur ekki komin á sölukerfið í Evrópu fyrr en í lok ársins," segir
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar.
- Hvernig meturðu horfurnar?
„Þó að enginn iðnaður sé óháður hagsveiflum, er reynslan sú
að heilbrigðisvöruiðnaðurinn er óháðari sveiflum en margur
annar. Áhrif kreppu á rekstur fyrirtækisins á næstu 12 mánuð-
um eru mestmegnis óbein. Erfiðara verður að ijármagna ytri
vöxt og munum við breyta áherslum i samræmi við ástandið á
hverjum tíma. Hafa verður í huga, að fjárhagsstaða fyrirtækis-
ins er sterk og greiðsluflæði einnig. Við erum hins vegar ekki
háð ytri vexti á næstu misserum og við höfum mikla mögu-
leika á innri vexti. Sé einungis litið á rekstur Össurar hf. er því
ekki ástæða til svartsýni á næstu 12 mánuðum. SH
Annars vegar hefur mikill vöxtur einkennt rekstur Húsa-
smiðjunnar og hins vegar hafa mikil umskipti verið í efna-
hagslífinu," segir Bogi Þór Siguroddsson, forstjóri Húsa-
smiðjunnar. „Óhagstæð gengisþróun kemur illa við starfsemi
Húsasmiðjunnar, ekki síst í ljósi þess að velta fyrirtækisins hef-
ur þrefaldast á fjórum árum. Við erum með margar verslanir,
breitt vöruúrval og umfangsmikla útlánastarfsemi. Vegna mik-
ils vaxtamunar höfum við flármagnað okkur að hluta í erlend-
um myntum. Enginn átti von á jafnmiklum umskiptum og raun
varð á þannig að fjármagnsliðir hafa þróast með umtalsvert
óhagstæðari hætti en annars hefði verið.“
- Hvernig meturðu horfurnar?
„Erfitt er að spá fyrir um þróun efnahagslífsins á næsta ári!
Vonast hefur verið eftir vaxtalækkun, sem auk boðaðrar skatta-
lækkunar myndi auka bjartsýni. En meðan óvissan er jafnmik-
il og raun ber vitni þá vinnum við að því hörðum höndum að
laga starfsemina að breyttum aðstæðum. Þrátt fyrir ljölmörg
tækifæri og sterka stöðu Húsasmiðjunnar verðum við varfærin
í bili varðandi frekari vöxt,“ svarar Bogi.
Hann telur það mikil vonbrigði að umskiptin í efnahagslíf-
inu hafi verið jafnhröð og mikil. „Það endurspeglar hve við-
kvæmt og lítið efnahagskerfi landsins er. Við hljótum að skoða
til hlítar efhahagsþróun undanfarinna ára og meta hvort hag-
kerfið beri eigið myntkerfi. Sjálfsagt er að fá fagmenn, innan-
lands og utan, til að vinna að slíkri úttekt. 03
99