Frjáls verslun - 01.08.2001, Síða 162
Aðalheiður E. Ásmundsdóttir er ritstjóri Randburg-vefsins sem er einn stærsti kynningarvefur um Island á Netinu og á vegum Fróða.
FV-mynd: Geir Olafsson.
Aðalheiður E. Ásmundsdóttir, Fróða
Efdr Vigdísi Stefánsdóttur
Randburg er alþjóðlegur
íjölmiðill á Netinu og er
hluti af bóka- og blaða-
útgáfunni Fróða hf. „Rand-
burg er sennilega ijölsóttasti
vefurinn af þeim sem kynna
Island en Randburg sérhæfir
sig í að markaðssetja Island,
íslenska vöru og þjónustu í
gegnum netið. Fjöldi heim-
sókna í síðasta mánuði voru
rúmlega 324 þúsund," segir
Aðalheiður E. Asmundsdótt-
ir, ritstjóri vefsins.
„Það hefur verið gífurleg-
ur stígandi í heimsóknaijölda
síðustu mánuðina og árin og
þeir sem eru að leita sér að
vöru og þjónustu í Randburg
koma nær eingöngu erlendis
frá. Eg er búin að vera viðloð-
andi þennan vef síðastliðin
fimm ár og þegar Fróði
keypti vefinn fylgdi ég með til
að yfirfæra þá sértæku þekk-
ingu og reynslu sem ég hef
náð mér í á Netinu."
Aðalheiður er fædd í
Reykjavík og gekk í Voga-
skóla. Þaðan fór hún í MS og
útskrifaðist árið 1984. Þá
ákvað hún að taka sér smá frí
áður en haldið var í háskóla-
nám og fór í lýðháskóla í
Noregi og dvaldist þar í eitt
ár. Þegar heim kom hóf hún
nám í jarðfræði við Háskóla
Islands.
„Eg fór einnig í markaðs-
og útflutningsnám hjá Endur-
menntunarstofnun HI,“ segir
hún. „Það nám hjálpaði mér
mikið í sambandi við það við-
skiptaumhverfi sem ég hef
verið í síðustu árin. En ég hef
verið viðloðandi útgáfumál
og alþjóðleg viðskipti í tæp
tíu ár. Hef m.a. staðið að út-
gáfum á landkynningarbók-
um um öll Norðurlöndin á
ensku og kínversku, einnig
um Litháen, Lettland og Sló-
veníu á ensku og þýsku.
Þessar bækur eru allar við-
skiptalegs eðlis.“
Það er talsverð breyting
að fara úr litlu fyrirtæki til
stórs útgáfufyrirtækis á
borð við Fróða. „Mér þykir
þetta mjög gefandi og
skemmtilegt starf," segir
Aðalheiður. „Fólkið hér er
afskaplega duglegt, bráð-
skemmtilegt og fær að njóta
sín í starfi. Það má segja að
ég hlakki til að mæta í vinn-
una á hverjum degi því verk-
efnin eru svo ijölmörg og
spennandi og alltaf eitthvað
nýtt að gerast."
Utan vinnunnar segist
Aðalheiður ekki hafa mikinn
tíma en honum eyðir hún
fýrst og fremst með börnum
sínum sem eru 10 og 12 ára
og svo í blaki. „Það má líklega
segja að íþróttir séu eitt af
aðaláhugamál um mínum,“
segir hún. „Afit sem snertir
boltaíþróttir heillar mig og ég
hef verið í íþróttum frá því ég
var krakki. Eg þóttist því him-
in höndum tekið þegar ég
uppgötvaði blakið og æfi nú
með Stjörnunni í Garðabæ.
Þar er gott félagslíf fyrir utan
æfingarnar og mikið af frá-
bærum eðalkonum. Dóttir
mín fýlgir mér gjarnan á æf-
ingum og er e.k. lukkudýr hjá
liðinu en sonur minn hefur
meiri áhuga á tölvum en
blaki. Eg hef lítinn tíma til að
ferðast sökum anna í vinn-
unni, en hef hinsvegar ferðast
mikið um ævina og ekki síst í
tengslum við vinnuna. Ef
nefna ætti eitthvert eitt
áhugamál umfram annað þá
væri það ljósmyndun, sem ég
hef mikinn áhuga á og hef
haft lengi. Það heillar mig að
taka myndir af landslagi og
fólki og ég vildi gjarnan gera
meira af því,“ segir Aðalheið-
ur að lokum.3!]
162