Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2002, Page 8

Frjáls verslun - 01.07.2002, Page 8
Vörumerki r Aþessu ári fagnar Uörumerking í Hafnarfirði 40 ára afmæli sínu en fyrirtækið uar stofnað af Karli Jónassyni í apríl 1962. Fyrirtækið hét til að byrja með Karl M. Karlsson & Co. en árið 1971 uar nafn- inu breytt í hlutafélagið Uörumerking. Fyrsti starfsmaður hans var Skapti Úlafsson stórsöngvari en sonur Karls, Karl M. Karlsson, hóf störf við hlið föður síns fljótlega og hafa þeir feðgar unnið saman síðan. Karl eldri er nú að mestu hættur afskiptum af fyrirtækinu og þriðja kynslóð er að koma inn í fyrirtækið, sonur Karls yngri en hann heitir líka Karl M. Karlsson. Kort af öllum gerðum „Vörumerking hefur alla tíð verið leiðandi fyrirtæki á sínu sviði," segir Karl M. Karlsson framkvæmdastjóri. „Árið 1962 var byrjað á því að prenta á límbönd og var fyrirtækið fyrst allra hér á landi til að gera það. Árið 1964 vorur fyrstu sjálflímandi merkimiðarnir framleiddir og kynntir og nú á 40 ára afmælinu hefst nýr þáttur í starfsemi fyrirtækisins." Uörumerking er til húsa að Bæjarhrauni 20, Hafnarfirði. 8 Til fyrirtækisins hefur verið keypt vél sem framleiðir kort af öllum gerðum og gildir einu hvort um er að ræða skafleiki, hleðslukort, aðgangskort eða vildarkort. Vörumerking er eina fyrirtækið hér á landi sem getur framleitt slík kort. „Fram til þessa hafa þessi kort verið útbúin erlendis en hægt hefur verið að bæta inn á þau upplýsingum hér á landi," segir hann. „Nú getum við í fyrsta sinn boðið upp á framleiðslu hér á landi á kortum með segulrönd og kortum með ýmsum upplýsingum í tölvutæku formi ásamt hleðslukortum af ýmsum toga. Það mun gjör- breyta aðstöðu þeirra sem þurfa á slikum kortum að halda þar sem afgreiðslutími getur styst mjög og auðveldara verður að halda utan um verkið þar sem við erum hér á landi en ekki erlendis. Við höfum einnig unnið kort til útflutnings og erum að skoða þann þátt alvarlega sem vaxtarbrodd." Sérhæfing Ein ástæða þess hve vel hefur gengið hjá Vörumerkingu er að fyrirtækið hefur alla tíð sérhæft sig talsvert og ekki reynt að dreifa sér um of. „Við höfum einnig lagt áherslu á að gera það sem aðrir eru ekki að sinna og höfum oft náð góðum árangri með því. Límmiðaprentunin hefur verið okkar sérgrein í gegn um tíðina en við getum búið til límmiða með hvaða lögun sem er og meðal viðskiptavina okkar eru mörg af stærstu fyrir- tækjum landsins. Á þessu ári sjáum við fram á að bæta við fólki svo unnið verði allan sólarhringinn á vöktum og vélakosturinn þannig full- nýttur." Meðal annarra nýjunga hjá Vörumerkingu er þjófavörn sem hægt er að setja undir verðmiða eða límmiða á allskyns vörur. Það mun bæta mjög eftirlit og aðstöðu þeirra sem reka verslanir þar sem þjófnaður er mikið vandamál. Vörumerking hefur nú tekið í notkun nýja framleiðslulínu frá MELZER í Þýskalandi. Melzer er fullkomin vélasamstæða til framleiðslu á alls konar kortum, skafmiðum o.fl. og er uppsett með: Búnaði með tölvu- stýrðum bleksprautum, fyrir tákn og tölusetningu, búnaði til ásetningar á holograph merkingum t.d. á límmiða, plastkort og kartonkort, búnaði 33

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.