Frjáls verslun - 01.07.2002, Síða 38
STÓRTJÓN HJfl TRYGGINGAFÉLÖGUNUM
stuttu millibili hafi einhver áhrif en eitt stakt tjón, ekkert er þó
hægt að alhæfa í þessum efnum því að allt fer þetta eftir eðli
tjóna og aðstæðum. Ekki er gott að segja hvað tvö nýjustu tjónin
hér á landi munu hafa í för með sér en þó má gera ráð fyrir að
þau geti t.d. haft þau áhrif að iðgjöld endurtrygginga hækki þar
sem félögin tryggja oft hjá sömu endurtryggjendum og á sama
markaði. Ekki er þó öruggt að iðgjöld endurtrygginga hækki
yfir línuna, hugsanlegt er að iðgjaldið hækki hjá því félagi sem
orðið hefur fyrir stærsta tjóninu, en ekki hinum. Þá þykir ekki
ólíklegt að tjónið vegna Guðrúnar Gísladóttur geti haft áhrif á
skipatryggingar víða um heim.
Kostnaðurinn af tjónum er svo á endanum borinn af þjóð-
félaginu sjálfu. Tryggingafélögin hækka iðgjöldin gagnvart
sínum viðskiptavinum fyrr eða síðar þegar þau þurfa sjálf að
greiða hærri gjöld. Eitt stórt tjón þarf þó ekki að gefa skell í dag
heldur getur áfallið dreifst yfir langan tíma. Það er galdurinn við
tryggingakerfið. Til að útskýra þetta betur má segja sem svo að
tryggingafélög safni í sjóð til að geta tekist á við áföllin. Ef tjónin
verða mörg með stuttu millibili og svo dýr að sjóðurinn tæmist
verða félögin hugsanlega að hækka iðgjöldin til að jafna sig fyrr
og byija aftur að safiia í sjóðinn.
Áhrif á markaðsverð Tryggingafélögin verða yfirleitt ekki fyrir
Stærstu tjónin
Víkartindur
Gífurlegt tjón varð þegar flutningaskipið Víkartindur strandaði
í Háfsíjöru árið 1997. Skipið gjöreyðilagðist og fór stærsti hluti
gámanna með vörum í sjóinn. Tjónið nam samtals 2,4 milljörð-
um króna og er þar með stærsta tjón Islandssögunnar sem vit-
að er um. Skipið var að mestu tryggt erlendis en farmurinn hér-
lendis.
Guðrún Gísladóttir
Sökk við Lófóten. Tjón: 2,2 milljarðar króna.
Dísartell
Flutningaskipið Dísarfell sökk milli Islands og Færeyja um
svipað leyti og Víkartindur strandaði og var tjónið tæplega 2,2
milljarðar króna. Skipið var að langmestu leyti tryggt erlendis
en farmurinn úti um allan heim, þ. á m. hér, og kom því nokkur
hluti tjónsins á íslensku tryggingafélögin.
Óveður
Oveður í febrúarbyijun 1991 olli tjóni upp á 1,5 milljarð króna á
ýmsum mannvirkjum um allt land, þó fyrst og fremst á Vestur-
og Suðurlandi.
Bruninn hjá ísfélagi Vestmannaeyja
Bruni varð hjá ísfélagi Vestmannaeyja í desember 2000.
Tjónið nam rúmum einum milljarði króna og missti rúmlega
hundrað manns atvinnu sína. Vinnsla hófst með 30-40
starfsmönnum nokkru síðar og tæpu ári síðar var búið að
endurbyggja og taka í notkun 5.000 rúmmetra frystiklefa,
800 fermetra vinnslusal og 200 fermetra rými fyrir frystis-
kápa.
stórum afkomuskelli þó að stór tjón eigi sér stað. Stór tjón geta
þó haft áhrif á afkomu þeirra og markaðsverð og ætlast Kaup-
höll Islands til þess að félögin sendi frá sér afkomuviðvörun ef
slíkt kemur upp. Dæmi um það var afkomuviðvörunin sem TM
sendi frá sér þegar Guðrún Gísladóttir sökk. Markaðsverð
félagsins hefur lækkað frá því í byijun júní, þegar bréf félagsins
gengu kaupum og sölum á genginu 12, niður í 11 í lok júní og
10 þegar lokahönd er lögð á þessa grein. Ekki er ólíklegt að
atburðurinn við Lófóten hafi þarna einhver áhrif.
Rétt er að geta þess að mörg lítil tjón geta orðið trygginga-
félögunum þung í skauti, jafnvel erfiðari en eitt stórt tjón.
Þannig má nefna sem dæmi nokkur bílslys með mannskaða
sama árið. Bætur vegna slíkra tjóna geta orðið félögunum jafn
íþyngjandi ef ekki dýrari en eitt stórt tjón.
Verðmætið er meira 4jón hafa vaxið ört á undanförnum árum
og þá ekki endilega í fjölda heldur kannski frekar verðmæti á
hvern fermetra. Verðmætið er ljóslega mun meira á seinni
árum en var fyrir nokkrum áratugum. Nærtækt er dæmið um
Guðrúnu Gísladóttur þar sem hátæknivætt skip og verksmiðja
hurfu í hafið í einu lagi. Tæknibúnaðurinn hefur aukist gríðar-
lega á síðustu árum, bæði í landi, á sjó og í lofti, og við það
aukast verðmætin sem tapast þegar slys verður.tE
Bruninn í Isfélagi Vestmannaeyja olli mesta tjóninu á síðustu öld.
Mynd: Omar Garðarsson
Sambandsverksmiðjurnar
Eldsvoði kom upp í Sambandsverksmiðjunum á Gleráreyr-
um í ársbyrjun 1969 en sumir telja að Sambandið hafi aldrei
náð sér á strik aftur eftir það tjón. Tjón um 850 milljónir.
Vörugeymsla Eimskips
Þá er talið að tjón upp á 750 milljónir króna hafi orðið þegar
eldsvoði kom upp í vörugeymslu Eimskips við Borgartún
haustið 1967.
Gúmmívinnustofan
Gríðarlegt tjón varð þegar eldsvoði kom upp árið 1989 í hús-
næði Gúmmívinnustofunnar, nærliggjandi fyrirtæki á Réttar-
hálsi urðu einnig fyrir tjóni. Tjónið nemur 672 milljónum króna.
Krossanesverksmiðjan
Á gamlársdag 1989 kom svo upp bruni í Krossanesverk-
smiðjunni á Akureyri. Tjónið nam 627 milljónum króna.
Eldsvoðinn var sá mesti á Akureyri í 20 ár.
Fákafen Tjón um 350 milljónir.
38