Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2002, Síða 49

Frjáls verslun - 01.07.2002, Síða 49
Birgjarnir trúðu því aldrei að Nanoq gæti farið á höfuðið fyrst svo fjársterkir aðilar stæðu að versluninni. Fyrirtæki í eigu Hofs- fjölskyldunnar voru langstærstu eigendurnir í Nanoq og Jón Pálmason sat þar í stjórn. inni í verslunum. Forráðamenn þeirra segja að svona vinnubrögð og lög þekkist hvergi í heiminum nema hér á landi. Eitt er víst, eftir Nanoq-málið munu heildverslanir verða miklu varkárari og tregari við að moka vörum inn í verslanir í stórum skömmtum. Nanoq hefur kennt heildverslunum lexíu; lögin eru ekki þeim í hag. Hin umdeildu lög En hvers vegna segja menn lög- legt en siðlaust í Nanoq-málinu? Hægt er að taka allsheijarveð í birgðum annarra vegna laga um samningsveð sem samþykkt voru á Alþingi árið 1997. Lögin voru sett þrátt fyrir mótmæli Félags íslenskra stórkaupmanna sem töldu sig sjá fyrir atburðarrás svipaðri þeirri sem átti sér stað við gjaldþrot Nanoq í sumar. Lögin kveða á um að hægt sé að taka veð í lager til tryggingar fjármagni og það gildir einu hvort lagerinn hefur verið greiddur í peningum eða öðrum viðurkenndum gjaldmiðli. Þó svo seljanda, sem hefur afhent vöru en ekki fengið hana greidda í peningum, þyki súrt í broti að horfa á eftir vöru sinni seldri til að greiða upp forgangskröfur sem eiga forgang fram ytir viðskiptakröfur, er ótvírætt að þegar viðkomandi seljandi hefur afhent vöruna til verslunar, yfirfærist eignarétturinn á henni og seljandinn (heildverslunin) á þá aðeins viðskiptakröfu á fyrirtækið. Komi til gjaldþrots þá á þrotabúið verðmæti búsins og ráðstafar þeim skv. lögum. Hafi hins vegar ekki verið tekið veð í vörunni, rennur andvirði hennar til búsins sem gerir þá kröfu upp við hinn almenna kröfuhafa að loknu uppgjöri á for- gangskröfum. í þeim efnum standa birgjar jafnfætis almennum kröfuhöfum. Þannig er það misskilningur að birgjar „eigi vörur sínar“ sem eru í þrotabúi verslana, þó svo þeir hafi ekki fengið vörurnar greiddar af hálfu verslunarinnar. Þetta er því spurning um hvort einhver annar geti tekið veð í vörum þeirra og náð sér þannig í forgangskröfu á meðan heildverslanirnar verða að sætta sig við almennar kröfur í þrotabúið. Arni Þór Arnason, forstjóri Austurbakka. Krafa Austurbakka í þrotabú Nanoq nemur 27 milljónum króna. Hann er ásamt Guðmundi Agústi Péturssyni að undirbúa málaferli á hendur eigenda Nanoq og láta reyna á ábyrgð þeirra. Það stefnir í málaferli Það stefnir augljóslega í málaferli vegna gjaldrots Nanoq. Guðmundur Agúst Pétursson, eigandi GA Péturssonar hf. og Sportmanna ehf., og Arni Þór Arnason, forstjóri Austurbakka eru ævareiðir vegna framgöngu Spron í Nanoq-málinu. Undir forystu þeirra hafa birgjar ákveðið að höfða mál á hendur forsvarsmönnum Islenskrar útivistar, fyrir- tækisins sem rak Nanoq, og ætla að láta reyna á ábyrgð þeirra. En eigendur Nanoq voru Hofsfjölskyldan og sat Jón Pálmason meðal annars í stjórn fyrirtækisins. Þá eru þeir Guðmundur Agúst og Arni Þór í samráði við lögmann sinn að undirbúa rannsókn á hugsanlegum skilasvikum í þessu máli. Þeir telja að svo hafi verið þar sem Spron hafi verið með veð í sjóðs- streymi Nanoq og heimilað greiðslu til ákveðinna birgja á meðan öðrum hafi ekki verið greitt. Arni Þór líkir rekstri Nanoq síðustu mánuði sem hreina og klára gildru sem menn hafi verið leiddir inn í: Jólavöruna gat Nanoq ekki greitt og í apríl 2002 gekk verslunarstjórinn frá samningi upp á 19 millj- ónir á 3 víxlum og þannig fékk Nanoq vorvöruna inn að and- virði um 8 milljónir áður en lokað var fyrir afgreiðslur til þeirra. Síðan hafa vöruvíxlar Nanoq verið að falla hver af öðrum eins og spilaborg og sá fyrsti var ekki borgaður þrátt fyrir að reksturinn væri ennþá í fullum gangi og Spron væri að soga til sín alla innkomu. Þetta minnir á gildru sem var opin og menn voru leiddir ínn í,“ segir Árni Þór Árnason. 35 Guðmundur Agúst Pétursson, eigandi GA Péturssonar hf. og Sþortmanna ehf. Hann var búinn að semja um kauþ á 70% í Nanoq en það tilboð var ekki samþykkt af Sþron. Krafa Sþortmanna í þrotabúið nemur 11 milljónum. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri Sþron: Fullkunnugt um lögin Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri Spron, segir þetta um hin umdeildu lög sem reynt hefur á í Nanoq-málinu: „Við vorum með samskonar samning við Nanoq og önnur fynrtæki um lánveitingar og ábyrgðir og fylgdum þeim samningi í hvívetna í samráði við stjórnendur og eigendur félagsins. Það að birgjar hafi ekki áttað sig á því að í gildi voru lög sem heimiluðu veð í lagernum er auðvitað rangt Hagsmunafélag þeirra mót- mælti lögunum á sínum tíma og þvi var þeim fullkunnugt um þessi lög og afleiðingar þeirra. Lögin voru sett til að auðvelda fyrirtækjum að tjármagna vörubirgðir. Þannig varð flármálafyrir- tækjum mögulegt að lána fyrirtækjum með veði í vörulager og það auðveldar rekstur fyrirtækja sem þurfa starfsemi sinnar vegna að binda mikið fé í slíkum eignum. Það er vel skiljanlegt að menn sem tapa í viðskiptum séu reiðir og sárir en það gefur þeim ekki rétt á því að vera með alvarlegar ásakanir á hendur öðrum. Þegar í hlut eiga Jjár- málafyrirtæki sem byggja til- veru sína á trausti viðskiptavina er hér um sérstaklega alvarlegan málflutning að ræða. Réttar- kerfið er eðlilegur farvegur til að útkljá deilur af þessum toga en fjölmiðlar geta ekki tekið sess dómstóla," segir Guðmundur. B3 49
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.