Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2002, Side 51

Frjáls verslun - 01.07.2002, Side 51
MATVðRUMARKAÐURINN INNRÁS EUROPRIS bræðrunum Ottó og Lárusi Guðmundssonum. Þeir bræður ráku heildsöluna Beinkaup, sem var í innflutningi á matvöru og sér- vöru, áður en Europris kom til sögunnar og nú hafa þeir þrír gert innrás á íslenskan matvörumarkað vopnaðir ódýrum vörum gegnum norskt innkaupasamband. „Það er ekkert launungarmál að það blundaði alltaf í mér sú löngun að fara í sjálfstæðan rekstur. Ég hafði starfað í Nóatúni í 11 ár en áður hafði ég verið með sjálfstæðan rekstur. Ég þekktí slíkan rekstur vel og hafði alltaf verið með það í huganum að byrja aftur að starfa sjálfstætt. Eftír að ég var búinn að taka ákvörðun um að segja starfi mínu lausu sem framkvæmdastjóri Nóatúns þá komum við Ottó og Lárus okkur saman um að láta reyna á þetta. Við höfðum þekkst í mörg ár og átt viðskiptí sam- an. Eins var það með hluta af þessum birgjum í Noregi, sem við eigum viðskiptí við. Við höfðum átt samskipti við þá í tíu ár og líkað vel,“ segir Matthías þar sem hann gefur sér tíma tíl að líta upp úr önnunum í Europris. Frábrugðin norska Europris Europris er norsk verslanakeðja, aðeins tíu ára gömul. Mikil uppbygging hefur átt sér stað síðustu tvö árin og er nú svo komið að 120 Europris verslanir eru reknar um aflan Noreg. Fjórir aðilar standa að fyrirtækinu, fv. kaupmenn og heildsalar á norska markaðnum, en síðan eru það verktakar sem eiga verslanirnar viðs vegar um landið. Þar í landi er Europris eingöngu með pakkavöru, enga ferskvöru, þannig að íslenska útgáfan er frábrugðin þeirra norsku að því leytinu til að í Europris hér fást einmitt ferskvörur af ýmsu tagi, bæði kjöt, fiskur, ávextir og mjólkurvörur fyrir utan hið hefðbundna Europris-vöruval, eins og Norðmennirnir þekkja það. „Hér er Jjölbreytílegt vöruval sem hentar íslendingum. Við teljum að við þurfúm að fullnægja inn- kaupakörfu viðskiptavinarins og því er ferskvara í búðunum hér en ekki í Noregi. Við kappkostum að eiga góða vöru á mjög góðu verði og bjóða upp á mikið og breitt vöruúrval. Fyrir utan hefð- bundnar vörur erum við með mikið af sérvöru af ýmsu tagi, td. stóra flnu í búsáhöldum, deild með myndarömmum, verkfærum, rafmagnstækjum, heimiflstækjum og svo mætti lengi telja. Allt er þetta á góðu verði,“ segir Matthías. Europris stílar inn á lágvörumarkaðinn og litur Matthías svo á að verslunin veití öðrum samkeppni á mörgum sviðum. - Hver er ykkar helstí keppinautur? „Okkar verslun veitir samkeppni bæði í matvöru og sérvöru. Við erum ekki bara með gott verð á mat heldur á breiðri línu tíl heim- ilisins. Við kappkostum að vera með góða kjötvöru, ávextí og grænmeti. Gæðin skipta okkur miklu máfl. Við erum með kjöt frá bestu framleiðendum íslendinga. Það er vissulega mikil tilhneig- ing hjá fólki að leita eftir lágu verði á bæði matvöru og sérvöru en það leitar líka eftír gæðum. Fólk er meðvitaðra um verð og gæði en var fyrir nokkrum árum enda er það kjarabót fynr fólk að fá góða vöru á lágu verði. Yfir 40 prósent af okkar veltu er eigin innflutningur," svarar hann. Tvær nýjar á næsta ári Að sögn Matthíasar hefur Europris verið frábærlega vel tekið. „Fólk virðist vera opið fyrir því að prófa nýj- ar vörur, og jafnvel framandi vörur. Við erum að sjá mikil endur- kaup í vörum sem fólk hefur ekki prófað áður,“ segir hann og bætír við að það hafi án efa verið sett met við opnun fyrstu Europris-verslunarinnar, sem er við Lyngháls í Reykjavík, því að sig reki ekki minni tíl að það hafi gerst áður að röð viðskiptavina hafi hlykkjast gegnum matvöruverslun í marga daga strax frá Guðmundur Marteinsson, framkvœmdastjóri Bónus: „Neytandinn hefttr alltaf síðasta orðið og velur daglega þá verslun sem hann telur hagkvœmasta hverju sinni. “ Verjum okkar vígi ■ ■ OU samkeppni er af hinu góða. Hún leiðir alltaf eitthvað gott af sér, heldur okkur á tánum og er neytendum tíl hagsbóta, um það snýst málið. Neytandinn hefur alltaf síðasta orðið og velur daglega þá verslun sem hann telur hagkvæmasta hveiju sinni. Við erum því í kosningabaráttu á hveijum degi en ekki flórða hvert ár eins og sumir,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus. Guðmundur segir að þeir Bónus-menn séu búnir að kynna sér Europris og hugmyndina á bak við verslunina. „Hér er um norska verslanakeðju að ræða sem við munum að sjálfsögðu fylgjast með eins og öðrum verslunum á markaðnum." - Hafið þið misst viðskipti út af þessari samkeppni? „Nei, við höfum ekki verið að missa viðskipti. Við skönnum markaðinn látlaust og gerum verðkannanir oft á dag. Við ætium að veija okkar vigi, standa við það loforð sem við höfum gefið okkar viðskiptavinum um að bjóða alltaf lægsta verðið.“ [0 fyrsta degi hér á landi. Viðtökurnar hafi verið mjög uppörvandi og nú sé í bígerð að opna í september aðra verslun í svipuðum stærðarflokki og verslunin á Lynghálsi, eða tæplega 1.000 fer- metra, að Skútuvogi 2. Þá sé fyrirhugað að opna tvær verslanir til viðbótar á stór-Reykjavíkursvæðinu á næsta ári. Ekki sé búið að ákveða hvar þær verða „en við getum sagt að við staðsetjum þær þannig að við náum jafnt tíl gróinna borgarbúa sem fólks í nýjum hverfum á höfuðborgarsvæðinu," segir hann. Matthías er tregur til að ræða veltutölur því að fyrirtækið sé svo ungt en hann dreymir um að ná allt að 10 prósenta markaðs- hlutdeild á næstu tveimur árum. I þessu sambandi tekur hann fram að nauðsynlegt sé að ná fullri hagræðingu í sambandi við veltuhraða og stærð en grundvöllurinn sé auðvitað viðskiptavinir og móttökur þeirra. Það er til mikils að vinna því að auðvitað kostar það dágóðan pening að setja svona fyrirtæki af stað, kostn- aðurinn ásamt tækjum og vörum er ekki undir 120-140 millj- ónum króna. A móti kemur að vinnan í matvörugeiranum er flf- andi og skemmtileg, vinnudagurinn er yfirleitt mjög annasamur og hver dagur líður mjög hratt. „Það er ljóst að matvörumarkað- urinn er harður en þannig hefur hann alltaf verið. Markaðurinn er lifandi frá degi til dags og verðsamkeppni er mikil. Við ætium að vera eins lágir i verði og við treystum okkur til, með góða vöru og veita aðilum á markaðinum fulla samkeppni,1' segir hann. 0 51

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.