Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2002, Síða 63

Frjáls verslun - 01.07.2002, Síða 63
m Eg var upphaflega eigandi og lögmaður fyrirtækis sem sá um sýninguna ásamt breska sýningarfyrirtækinu sem hratt henni af stað,“ segir Eiríkur Tómasson. „Svo gerðist það af tilviljun að sá sem hafði aðaflega verið í forsvari fyrir þetta íslenska félag fluttist til útlanda og ég fékk þetta í fangið og var þarna frá 1984 - 1990 og var þá á kafi í þessi samhliða lög- mennsku.“ Auðvitað hefúr ýmislegt skemmtilegt gerst í sambandi við sýninguna og Eiríkur er tilbúinn til að rifja aðeins upp söguna: „Það er mér minnisstætt þegar Patricia Foster, sem margir þekkja af góðu einu og var lengi sölustjóri sýningarinnar, kom í Laugardalshöllina fyrsta sinn. Við héldum sýninguna þar fyrstu skiptin og það dugði okkur vel. Nema hvað, við vorum þarna að vetrarlagi, sennilega um það bil hálfu ári fyrir sýningu og Patncia og John Legate komu til að skoða aðstæður. Þegar við kom- um í Höllina, stóð þar yfir handboltaæfing með tilheyrandi svitalykt og látum og þeir sem þekkja Patriciu geta kannski gert sér í hugarlund svipinn á henni. Þetta er kona sem er ffemur ör í skapi og henni leist klár- lega ekki á svo hún fórnaði bara höndum og tilkynnti: Þessi sýning verður aldrei haldin hér! Ekki til að tala um! Enda var hún vön sérstöku sýningarsvæði og sýn- ingarhúsum erlendis frá og það tók tals- Eiríkur Tómasson, þrófessor í lögum við Háskóla Islands: „Við sögðum Bretunum að það mætti búast við miklum fjölda almennings en þeir bara horfðu á okkur eins og við vœrum eitthvað skrítnir. “ Mynd: Geir Ólafsson „Við sýnum ekki hér!“ verðan tíma að róa hana niður og sannfæra hana um að þetta yrði allt í lagi þegar að sýningunni kæmi. Það tókst þó og við héldum glæsilega sýningu eins og alþjóð veit.“ Teppalagt á undan forseta Fyrsta sjávarútvegssýningin hér á landi var fyrir mörgum fyrsta eiginlega sölusýningin og fyrsti möguleikinn fyrir mörg fyrirtæki að kynna sig og sitt fyrir við- skiptamönnum sínum þvi að fram til þess höfðu slíkar sýning- ar einkum verið fyrir almenning. „Við sögðum Bretunum að það mætti búast við miklum fjölda almennings en þeir bara horfðu á okkur eins og við værum eitthvað skrítnir. Enda um fagsýningu að ræða. Hér ríkja hins vegar þær aðstæður að all- ur almenningur er á einn eða annan veg tengdur sjávarútvegi og mikill almennur áhugi á honum. Þannig sögðum við Bret- unum að vel gæti verið að eiginkona skipstjórans eða útgerðar- mannsins réði ferðinni í fyrirtækinu og því væri fengur að því að fá almenning inn á sýninguna en ekki bara útgerðarmenn. En vegna þess að engin eiginleg vörusýning hafði áður ver- ið haldin á Islandi, voru mörg fyrirtækjanna sein að koma sér fyrir og Bretarnir voru satt best að segja dálítið kvíðnir kvöld- ið fyrir sýningu þegar mörg fyrirtækin voru ekki farin að láta sjá sig, hvað þá setja eitthvað upp. Þetta hefur nú breyst tals- vert í áranna rás því auðvitað er mjög óhagkvæmt að vera að vinna þetta allt í næturvinnu. En menn voru að leggja teppin rétt áður en forsetinn kom og klára hverja aðstöðu fyrir sig nokkrum skrefum á undan honum.“ Eiríkur segir þetta hafa verið mjög skemmtilegan tíma og hann notið þess að vinna slíkt brautryðjendastarf. „Við íslendingar stöndum í mikilli þakkarskuld við þau hjón, Pat- riciu Foster og John Legate því þau höfðu það í gegn að sýn- ingin var haldin hér í fyrsta sinn. John hefur verið fram- kvæmdastjóri hennar frá upphafi, þar til nú að Marianne hin danska tekur við og hann verður reyndar heiðursgestur á þessari sýningu.“ 3!]
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.