Frjáls verslun - 01.07.2002, Side 66
•SMSKIP
Erlendur Hjaltason, framkvœmdastjóri utanlandssviðs Eimskips:
„Starjsmenn okkar eru með mjög mikla reynslu íflutningum á sjávar-
afurðum, menn sem hafa starfað við sjávarútveg, bæði í framleiðslu
og sölu, og þekkja því þarfir okkar viðskiþtamanna afeigin raun. “
Mynd: Geir Olafsson
PAYLOAD j
29 800
65 7 1 0
MAX.GROSS
34 000 kg
74 970 Ib
4 200 kg
9 260 lb
fARE
CAUTION
HIGH
CONTAINER
Nauðsynlegt að tryggja sjóflutninga „Á íslandi bjóðum við
víðtæka þjónustu sem tengist flutningum á sjávarfangi," segir
Erlendur. „Það er nauðsynlegt að tryggja sjóflutninga á lykil-
staði úti á landi og við erum með losunarþjónustu fyrir fiski-
skip í Hafnarfirði, Isafirði, Akureyri, Eskifirði og í Vestmanna-
eyjum en þessir staðir tengjast með vikulegum siglingum
áætlunarskips okkar á strönd, Mánafossi sem og umfangs-
mikilli akstursþjónustu. I Reykjavík og Hafnarfirði rekum við
frystigeymsluþjónustu. Geymslan í Reykjavík er mjög tækni-
vædd með færanleg hillukerfi og fullkomnum tölvubúnaði
sem auðveldar að raða saman í gáma úr mörgum einingum
sem koma víðs vegar að af landinu. Geymslan í Hafnarfirði
gegnir einnig svipuðu hlutverki, en auk þess er þar geymd
frystivara í lengri tíma.“
A Nýfundnalandi rekur Eimskip sams konar frystigeymslu-
þjónstu í fyrirtæki sem Eimskip á hluta í. í Færeyjum og í Noregi
rekur Eimskip geymslur í samvinnu við samstarfsaðila sína og
um þessar mundir er Eimskip að þyggja nýtt þjónustuhús í Þórs-
höfn í Færeyjum, en þar hefur togaralosun á vegum fyrirtækis-
ins aukist töluvert.
Þjónusta við sjávarútveg erlendis „Eriendis höfum við kaiiað
þjónustu okkar við sjávarútveginn TCC eða Temperature
Controlled Cargo. Við bjóðum þessa þjónustu bæði með eigin
flutningakerfum og í samstarfi með öðrum. Við höfum unnið að
undirbúningi og markaðssetningu þessarar starfsemi nú um
nokkurra ára skeið og hefur sú vinna verið mjög gagnleg og
mikilvæg, bæði fyrir Eimskip og viðskiptavini okkar hér á landi
sem og erlendis. Með eflingu þessarar starfsemi getum við nýtt
Flutningar um allan heim
Erlendur Hjaltason er framkvæmdastjóri utanlandssviðs
Eimskips. Erlendur hóf störf hjá Eimskip fyrir 20 árum
síðan og hefur síðustu 12 ár unnið að starfsemi Eimskips
erlendis. Eimskip var stofnað 1914 en hefur á mismunandi hátt
verið með starfsemi erlendis frá árinu 1985. Sem leiðandi aðili í
flutningaþjónustu fyrir sjávarútveg á Islandi hefur Eimskip sér-
hæft sig í flutningum, geymslu og birgðahaldi á fiski og öðrum
frysti- og kælivörum.
Sérhæfing Eimskips í hjónustu við sjávarútveg „Eitt af megin
markmiðum Eimskips hefur verið að veita fiskiðnaði við Norður-
Atlantshaf bestu fáanlega flutningaþjónustu," segir Erlendur. „Á
undanförnum árum hefúr þessi þjónusta þróast langt út fyrir
Island. Öll okkar flutningakerfi miðast við þjónustuþarfir sjávar-
útvegsins, út frá landfræðilegri staðsetningu sjávarútvegsfyrir-
tækja, losunarstað og þörfum á flutningatækni. Út frá þessum
forsendum höfum við byggt upp þjónustukerfi, sem nær hring-
inn í kringum Island, og er öflugt á Nýfundnalandi, í Færeyjum
og Vestur- og Norður-Noregi.
Sérstök deild, sjávarútvegsþjónusta, sér um þjónustu við
sjávarútveg á Islandi. Starfsmenn okkar þar eru með mjög mikla
reynslu í flutningum á sjávarafurðum, menn sem hafa starfað við
sjávarútveg, bæði í framleiðslu og sölu, og þekkja því þarfir
okkar viðskiptamanna af eigin raun. Þetta er mikilvægt atriði í
þeirri viðleitni okkar að bjóða áreiðanlega þjónustu, enda byggir
þjónusta eins og okkar á góðum samskiptum fólks.“
betur núverandi flutningakerfi, víkkað út þjónustuframboðið og
aukið hagkvæmni í rekstri,“ segir Erlendur.
„Við höfum stundum sagt okkur til gamans: „Follow the cod
and the people who are trading it“ T.d. settum við upp flutninga-
þjónustu milli Norður-Noregs og Bandaríkjanna af þeirri ein-
földu ástæðu, að vegna minni þorskveiða vestanhafs kom upp
flutningaþörf á hvítfiski frá Noregi til austurstrandar Bandaríkj-
anna og Kanada. Upphaflega voru þetta flutningar fyrir kanadísk
fyrirtæki, en í dag eru íslensk og norsk fyrirtæki mjög fyrir-
ferðamikil á þessari flutningaleið. Við höfum því unnið með við-
skiptavinum okkar á íslandi í sinni útrás án þess að það hafi endi-
lega verið skipulagt þannig í upphafi. Þetta sýnir enn og aftur
mikilvægi þess að hafa öflugt og sveigjanlegt flutningafyrirtæki
sem skilur þarfir markaðarins og vinnur með viðskiptavininum
í leit að nýjum tækifærum. Þannig viljum við starfa."
Gerum betur í dag en í gær „Við höfum verið að þróa okkar
þjónustu erlendis sem grundvallast m.a. á þeirri reynslu sem við
höfum af starfsemi okkar á Islandi. Þetta er sama þróun og við
sjáum hjá iðnaðar- og tæknifyrirtækjum sem þjóna sjávarútveg-
inum,“ heldur Erlendur áfram. „Við munum halda áfram að
bæta við okkar þjónustu og efla samskiptin við okkar viðskipta-
vini. T.d. mun möguleiki á beintengingu viðskiptavina okkar
verða aukinn, í gegnum heimahöfnina okkar á vefnum. I flutn-
ingaþjónustu eins og í annars konar þjónustu þurfa menn
stöðugt að vera á tánum og gera betur í dag en í gær.“ 33