Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2002, Page 71

Frjáls verslun - 01.07.2002, Page 71
Þekkir alla Það er talið Marianne Rasmussen til tekna að hún þe kvœmdastjóri sýningarinnar og býryfir dugnaði og krafti. alla. Hún er fram- Iarianne Rasmussen, hin danska, er litríkur persónuleiki að sögn þeirra sem þekkja hana. Hún er gift breskum manni og hefúr búið í Bretlandi í 12 ár. Þau eiga saman tveggja ára dreng. „Marianne er alveg hörkudugleg kona og „bisness“manneskja fram í fingurgóma, með stálminni og á einstaklega gott með að hafa sam- skipti við fólk,“ er umsögnin um hana. „Hún þekkir líka alla og heimsækir fyrirta::kin reglulega til að við- halda tengslunum við þau, en það er ómetanlegt“ Marianne hafði verið að vinna hjá öðru fyrirtæki þegar Patricia, sem hafði reyndar ætlað sér að hætta að vinna við sýninguna árið 1993, en átti eftir að finna eftirmann sinn, hitti hana á sýningu. Það var eins og við manninn mælt, þarna sá Patricia einmitt konuna sem hentaði sem efdrmaður sinn og úr varð að þær unnu saman að næstu sýningu, 1996, og samstarfið gekk afskaplega vel. Næstu sýningu á efdr var Marianne sölustjóri erlendis og nú er hún framkvæmdastjóri sýningarinnar.Œi Þróun í nýtingu auðlinda sjáuar Almennur frœðafundur á vegum sjávarútvegsráðuneytisins Sjávarútvegsráðuneytið stendur fyrir fræðafundi í tengsl- um við sjávarútvegssýninguna í Kópavogi 4. til 7. sept. nk. Fræðafundurinn, sem verður þann 6. september, fer fram í fyrstu stofu á jarðhæð vesturenda Smáraskóla. Gengið er inn um inngang frá útisýningarsvæðinu á milli Smáraskóla og íþróttahúss. Á fundinum verður rætt um stjórnun fiskveiða, helstu að- ferðir, kosti og galla og mun Friðrik Már Baldursson, rann- sóknaprófessor við Háskóla íslands, verða með erindi. Einnig verður rætt um eftirlit með veiðum og vinnslu, skipulag og framkvæmd í ljósi tækniframfara, líffræðilega þætti í stofn- stærðarmati og fleira varðandi stofnstærðarmat. Flutningsmen eru m.a. Björn Ævarr Steinarsson fiskifræðingur, Gunnar Stef- ánsson dósent og Kristján Þórarinsson stofnvistfræðingur. Einnig mun Friðrik Friðriksson, formaður verkefnahóps um AVS-verkefnið, kynna það, Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Rann- sóknarstofnunar fiskiðnaðarins, ræða um hlutverk rannsókna- stofnana í AVS og hliðstæð verkefni og Guðbrandur Sigurðs- son, forstjóri Útgerðarfélags Akureyrar, mun ræða um auka- afurðir fiskiðnaðar og fiskeldi frá sjónarmiði framleiðenda. [ffl

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.