Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2002, Side 78

Frjáls verslun - 01.07.2002, Side 78
VÍNUIVIFJÖLLUN SIGMARS B. Haustið er án efa uppáhaldsárstími allra sæl- / kera. A markaðnum er nýtt grænmeti, villibráð og nýtt lambakjöt. Lambakjöt oggott rauðvín passar saman eins og hönd í hanska. Kftir Sigmar B. Hauksson Myndir Geir Ólafsson Talið er að menn hafi fyrst alið sauðfé fyrir um 11.000 árum. Það sauðfé sem landnámsmennirnir komu með hingað til lands er af svokölluðu stuttrófukyni. Það hafa varla verið margar kindur sem landnámsmennirnir hafa haft með sér hingað til lands. Sauðfé er hins vegar mjög fljótt að fjölga sér og miðað við hámarksfjölgun getur 10 ám fjölgað í 8.000 á 20 árum. Segja má að Islendingar hafi gjörnýtt sauðkindina. Úr ullinni var gerður fatnaður, úr skinninu skór, úr hornum og beinum leikföng og áhöld. Allt kjöt var gjörnýtt og úr mjólkinni gerðir ostar, smjör og ijómi. Saga sauðkindarinnar og þjóðar- innar er svo sannarlega samofin. Vissulega hafa tilfinningar manna til sauðkindarinnar breyst töluvert á undanförnum árum. Margir telja að sauðkindin hafi gengið of nærri landinu og eigi hún nokkra sök á gróðureyðingu og uppblæstri lands. Þá telja margir það vera tímaskekkju að ríkisvaldið veiti gífur- Áströlsku vínin henta vel með íslensku lambakjöti Rauðvín og lam legar fjárhæðir árlega til sauðfjárbænda - eiginlega sé verið að greiða niður framleiðslu á lambakjöti. Villibráð Villifé er víða til, t.d. á frönsku eyjunni Korsíku og í fjallahéruðum Norður-Ameríku. Eiginlega má segja að íslenska sauðkindin sé líka villibráð. Lömbin ganga frjáls úti í náttúrunni allan sinn lifstíma. Fyrst á vorin heldur féð sig við ströndina en fylgir svo gróðrinum eftir því sem hann þroskast með hækkandi sól og sumri. Þegar sumri fer að halla er sauð- féð komið hátt upp til fjalla og nærist á kjarnmiklum háfjalla- gróðri. Nánast engin mengun er hér á íslandi, drykkjarvatnið er hreint og tært og íslenska sauðkindin er tiltölulega laus við ýmsa alvarlega búfjársjúkdóma. Það má því eiginlega segja að íslenska sauðféð kryddi sig sjálft. Erlendir matreiðslumenn vestan hafs og austan eru allir sammála um að gæði íslenska lambakjötsins séu mikil en margir þeirra hafa bent á að það minni fremur á villibráð en t.d. lambakjöt frá Ástralíu og Nýja- Sjálandi. Sérstakt bragð íslenska lambakjötið er mjög bragðmikið. Það er sennilega ástæðan fyrir því hvað íslendingum finnst lítið til erlends lambakjöts koma. Þess vegna þarf að gæta mikillar varúðar þegar lambakjötið er kryddað. Kryddið á að ýta undir hið góða bragð kjötsins en ekki að kæfa það. Eina kryddið sem þarf til að bragðbæta lambakjötið er salt, pipar og timian. Hvít- laukur á einnig vel við lambakjöt, og þá líka tómatar og ólífu- olía. Annað krydd sem á vel við lambakjötið er rósmarin. í verslunum er nú orðið mikið framboð af ýmsum kryddteg- undum. Sumt af þessu krydd eru sagt vera sérstaklega blandað fyrir lambakjöt og í mörgu er mynta. Forðist þess konar krydd því að myntan passar alls ekki við íslenska lamba- kjötið. Þá eru ýmsar kryddolíur og sósur, sem mikið eru not- aðar þegar lambakjöt er grillað eða glóðarsteikt, allt of sterkar og kæfa hina góðu eiginleika lambakjötsins. Þegar lambakjöt er grillað er nóg að pensla það með ólífuolíu sem bragðbætt hefur verið með fersku timian og rósmarin eða bræddu smjöri með söxuðum hvítlauk í. Matreiðsla á lambahjöti Eitt af einkennum lambakjötsins er hvað gott rauðvín passar vel með því. Vitaskuld er það smekks- atriði hvaða vín hverjum og einurn þykir gott. Það fer einnig eftir því hvernig kjötið er matreitt og hvað er haft með því. Eins og áður hefur komið fram þarf ekki að krydda lambakjötið mikið. Ferskt lambakjöt eins og t.d. læri er nóg að krydda með hvítlauk, pipar, saltí og timian. Varast skal að steikja kjötíð of mikið, best er að það sé rautt inn við beinið. Lærið er fyrst látið inn í vel heitan ofn, ca. 200° C og brúnað vel, þá er hitinn lækkaður í 120° C og kjötið haft í ofninum svona 30-40 minútur, það fer eftir þjmgd lærisins. Að því loknu er slökkt á ofninum og kjötið haft inni í ca. 20 mínútur. Ekki þarf mikið meðlæti með lambakjöti. Frakkar bera iðu- lega soðnar hvítar baunir fram með því. Hér er átt við hvítar baunir sem rnargir kannast við sem bakaðar baunir. Þær passa þó ekki með kjötinu því að þær eru í tómatsósu. Þessar baunir 78

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.