Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2002, Page 82

Frjáls verslun - 01.07.2002, Page 82
Elísabet Jónsdóttir, fjármálastjóri GÁ húsgagna, er í hlutastarfi í fiölskyldufyrirtækinu á móti öðru. Hún hefur mjög breitt starjssvið og sér um allt sem tengist fiármálum, markaðsmálum og starfsmannahaldi. Mynd: Geir Olafsson FÓLK VIÐTflL móti mér. Mér líkar þetta fyrir- komulag mjög vel,“ segir hún. - En hver ertu iýrir utan vinn- una? „Eg fer mikið út að labba með hundinn eftir erilsaman dag. Mér finnst gott að komast út og hreinsa hugann. Svo fer ég mikið upp í sveit um helgar en við erum með sumarbústað í Landsveitinni. Þar nýt ég mín með skítuga putta í gróður- setningu. Mér finnst mjög af- slappandi að gera eitthvað allt annað um helgar en ég geri alla daga. Eg er Reykvíkingur í húð og hár en er samt orðin mikið sveitabarn eftir að ég fór að vera í sveitinni. Við erum með heilsársbústað og Elísabet Jónsdóttir, GA húsgögnum Efdr Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur W Eg sé um allt sem tilheyrir skrifstofuhaldinu, allt frá þvi að laga kaffi og þrífa til þess að sjá um markaðsmál, fjármál, bókhald, starfs- mannahald, launamál og er- lend samskipti. Maðurinn minn heitir Grétar Arnason og hann er húsgagnabólstrari. Hann sér um faglegu vinnuna og tengiliður fyrirtækisins út á við, þar á meðal við arkitekt- ana. En auðvitað vinnum við líka mikið saman. Eg fer með honum á sýningar erlendis og við skoðum húsgögn, áklæði og ýmsa hrávöru og svo vinn- um við saman úr því, kaupum nýjar vörur og fáum nýjar hugmyndir upp úr því, sem við höfum verið að kynna okkur, þegar við komum heim. Fyrirtækið er bæði í því að framleiða íslensk húsgögn, sem er nokkuð stór hluti af starfseminni, gera upp gömul húsgögn, flytja inn ýmsa hrá- vöru og húsgögn. Við flytjum líka mjög mikið inn af áklæði og leðri,“ segir Elísabet Jóns- dóttir, ljármálastjóri og annar eigenda GA húsgagna. GA húsgögn er 27 ára gamalt fyrirtæki sem þau hjónin stofnuðu í bílskúrnum heima hjá sér þegar þau voru ung og nýfarin að búa. Þau höfðu eignast barn þegar sam- dráttur varð í þjóðfélaginu. Lengi hafði blundað í Grétari að vera sjálfstæður og stofna sitt eigið fyrirtæki sem þau og gerðu í bílskúrnum heima hjá sér. Fyrirtækið var stofnað og síðan hefur það vaxið jafnt og þétt. GÁ húsgögn er nú níu manna fyrirtæki og segir Elísabet stolt frá þvi að í tjölda ára hafi engir lærlingar út- skrifast í bólstrun en í vor hafi þrír lærlingar útskrifast, þar af einn hjá þeim. Elísabet hefur ávallt séð um ijármálin og skrifstofuhald, yfirleitt í hluta- starfi samhliða starfi annars staðar. Síðustu árin hefur hún verið hjá Hagvangi og Pricewaterhousecoopers en hún ákvað að hætta þar fyrir tveimur árum og snúa sér al- farið að íjölskyldufyrirtækinu við flutning þess í stærra hús- næði. „Ég hef alltaf verið í annarri vinnu með, bæði til að fá félagsskap af öðru fólki og til að staðna ekki. Ég held að það sé nauðsynlegt að hafa fjölbreytni og hafa samband við fólk út fyrir fyrirtækið. En þegar við fluttum fyrirtækið ákvað ég að helga mig því því að húsnæði fyrirtækisins varð stærra, starfsmennirnir fleiri og við höfðum mjög mikið að gera en svo bauðst mér í sumar vinna sem bókari og gjaldkeri hjá Samtökum fisk- vinnslustöðva og ég ákvað að taka henni. í framhaldi af því hef ég verið að þjálfa mann- eskju í hálfsdags vinnu hér á erum þarna um nánast hveija helgi, þó ekki um jólin. Þarna nota ég tækifærið og tek púls- inn á vikunni með þvi að skrifa dagbók. Mér finnst gott að skrifa niður það sem hefur verið að gerast hjá mér yfir vikuna, hver útkoman er og hver árangurinn er. Svo er athyglisvert að kíkja á þetta seinna og skoða hvernig málin hafa þróast. Maður er kannski stressaður og áhyggjufullur þegar maður sest niður og fer að setja þetta á blað en líður miklu betur eftir að hafa létt á sér og látið dagbókina taka við þessu.“ Elísabet á tvö uppkomin börn sem bæði eru flutt að heiman. Árni hefur unnið hjá GÁ húsgögnum frá því hann lauk stúdentsprófi í fyrravor og ætlar að fara í nám í iðn- hönnun í haust. Katrín hefur einnig unnið í fyrirtækinu í sumar og ætlar í ensku í Háskóla íslands í haust.Œl 82

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.