Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2004, Page 17

Frjáls verslun - 01.02.2004, Page 17
FQRSÍÐUGREIN - FQRSTJÚRAKÖNNUN FORSTJÚRflKÖNNUN FRJÁLSRAR VERSLUNAR HELSTU NIÐURSTÖÐUR 1. Líftími forstjóra í starfi er að styttast Skipt hefur verið um 60 fbr- stjóra í 100 stærstu fyrirtækjunum á aðeins fimm árum. Þetta eru umfangsmestu forstjóraskipti i íslensku viðskiptalífi. 2. Forstjóri sem hættir fer sjaldnast í annað forstjórastarf. Algengast er að hann fari í eigin umsýslu og ráðgjöf. 3. Algengt er að menn fái núna bara „einn séns" sem forstjórar. 4. Yngri stjórnendur, '68-kynslóðin, eru í bönkunum og allra stærstu fyrirtækjunum. 5. Forstjórar fara fyrr á eftirlaun en áður vegna bættra eftirlaunasamn- inga. B. í fjölskyldufyrirtækjum er enn hefð fyrir því að sami forstjórinn sítji í nokkra áratugi. 7. Á100 stærstu lista Frjálsrar uerslunar eru alls 38 forstjórar 45 ára og yngri. 8. Hlutabráfamarkaðurinn er hinn harði húsbóndi margra stórforstjóra. 9. Meðalaldur forstjóra á listanum er 49 ár, enda langflestir forstjórar á aldrinum 40 til 55 ára. 10. Líkurnar á forstjórastarfi minnka verulega við fimmtugsaldurinn. Þó eru enn til fyrirtæki sem ráða forstjóra „með grátt í vöngum". 11. Er til formúla fyrir kjöraldri forstjóra? Varla. Eitt sinn var sagt að besti aldur stjórnanda væri aldur þess sem væri bestur í starfið". 12. í sumum fyrirtækjum hafa orðið tveir til þrír „snúningar" með for- stjóra á síðustu fimm árum. 13. Algengt uar á árum áður að sami maðurinn væri forstjóri í nokkra áratugi. Það þekkist vart lengur í fyrirtæki á hlutabréfamarkaði.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.