Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2004, Page 68

Frjáls verslun - 01.02.2004, Page 68
Jóhann Axelsson, prófessor emeritus, og Þór Eysteinsson dósent. HEILSfl OG VELLÍDAN breiddargráðu, var almennt talinn sanna að orsök skammdegisþunglyndis væri minni dagsbirta á þeirri árstíð.“ „Þetta var viðtekin skoðun enda mjög rými- leg,“ segir Þór Eysteinsson dósent. „Það var svo ekki fyrr en 1993 að tvær íslenskar greinar um þetta efni birtust og fóru að valda ókyrrð. Bandarísku rannsóknirnar höfðu sýnt að á 42° N var útbreiðsla SAD komin yfir 20%. Hvers var þá að vænta á Islandi, meira en 20 gráðum norðar? Rannsóknin sýndi að SAD var nær helmingi sjaldgæfara hér á 63-67° N en á 42° N í Banda- ríkjunum. Síðar sýndu Jóhann og Andrés Arstíðabundið þunglyndi 1 400 árum áður en þeir Bjarni Heijólfs- son og Leifur fundu Ameriku sagði Grikkinn Hippókrates: „íMlir þeir sem vilja stunda læknisfræðilegar rannsóknir af alvöru, ættu að byrja á því að skoða tíðir ársins og áhrif þeirra, hverrar um sig, á manneskjuna." Þessi orð eru jafnsönn í dag og þau voru þá en eins og oft gerist með nýmæli í vísindum og læknis- fræði, gleymdust þau og það var ekki fyrr en árið 1984 að bandarískur geðlæknir, Norman Rosenthal, og samstarfs- menn hans vöktu athygli á árstíðabundnu þunglyndi sem þeir kölluðu „seasonal affective disorder" eða SAD. Þetta er ákveðinn orðaleikur þar sem „sad“ í ensku þýðir dapur og sá sem er þunglyndur er dapur í sinni. „Eg man eftir því að ég var að aka í bíl í Kanada þegar ég heyrði í Rosenthal í útvarpinu að lýsa því yfir að hann gæti læknað þunglyndi með birtu einni saman. A þeirri stundu varð til alveg nýr talsmáti þar fyrir vestan, farið var að tala um dagsljós sem þunglyndislyf,“ segir Jóhann Axelsson, prófessor emeritus við lífeðlisfræðistofnun Háskóla Islands, en hann hefur nú í áratug unnið að rannsóknum á útbreiðslu og orsökum þess sem hann og sam- starfsfólk kjósa að kalla vetraróyndi. „Sá góði árangur, sem náðist með björtu ljósi í meðferð vetraróyndis, samfara rannsóknarniðurstöðum sem sýndu að útbreiðsla skamm- degisþunglyndis á austurströnd Bandaríkjanna jókst með hækkandi Magnússon geðlæknir fram á að útbreiðsla SAD meðal Vestur-íslendinga í Manitoba var sú sama og í Sarasota á Florida, og nú var ameríska örkin farin að rugga.“ Er birtuskortur orsök vetrarþunglyndis? „Magn dagsbirtu ræður því ekki eitt sér hversu algengt vetraróyndi er, þar eru fleiri orsakaþættir að verki. Þannig sýna nýlegar niðurstöður frá Winnipeg að helmingi meiri líkur eru á að fólk, sem býr við öll sömu ytri skilyrði og Vestur Islendingar en hefur ekki íslenskt blóð í æðum, greinist með SAD en Vestur- íslendingarnir í sömu götu. - Þar missti breiddargráðan end- anlega vindinn úr seglunum,“ segir Jóhann. „Auðvitað er birtan sterkur orsakaþáttur, myndin er bara mun flóknari en postular ein- faldleikans vonuðu.“ „Til að bregðast við því,“ bætir Þór við, „hefur starfsfólk lífeðlis- fræðistofnunar og verkfræðistofn- unar HI, Veðurstofu og Landspítala hér sunnan heiða sameinast læknum Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri í þvervísinda- legu átaki til að leita þeirra umhverfis- og líffræðiþátta sem geta orsakað vetraróyndi, í von um að sú þekking nýtist til forvarna. Þótt vetraróyndi sé mun sjaldgæfara en lega landsins spáði, er það samt alvarlegt læknisfræðilegt og félags- legt vandamál. Veturinn fer með öðrum orðum illa í 20-30 þúsund fullorðna Islendinga.“ íslenskir vísindamenn láta að sér kveða á mörgum vígstöðvum og gildir einu hvort um erfðafræði eða þunglyndi er að ræða. Einkenni uetrarþunglyndis eru marguísleg og ekki eins hjá öllum en meðal þeirra eru: Depurð Skert framtakssemi - athafnaleysi Kuíði og áhyggjur Bráðlyndi eða fyrtni, árásarhneigð Þunglyndi Þreyta og syfja að degi til flukin löngun í sætindi Caukin kolvetnalöngun) Þyngdaraukning Aukin suefnþörf - lengri nætursuefn Erfiðleikar uið að komast á fætur Erfiðleikar uið ákuarðanatöku Sjálfsuígshugsanir Kyndeyfð 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.