Frjáls verslun - 01.02.2004, Síða 88
skil þegar um atvinnutæki eða -bif-
reið er að ræða. Fólksbifreiðar
þurfa að vera á rauðum númerum
til að þessar reglur gildi. Lýsing er
eigandi tækisins/bifreiðarinnar en
leigutaki er skráður sem umráða-
maður og eignast tækið/bifreiðina
í lok leigutímans.
Magnús Þór Sandholt, ráðgjafi hjá Lýsingu.
Mynd: Geir Ólafsson
Lýsing
Rekstrarleiga er
hagkvæmur kostur
Efdr Vigdisi Stefánsdóttur
Hér á landi eru þrjú fyrirtæki á eignaleigumarkaði og öll
eru þau í eigu bankanna. Lýsing er eitt þeirra og er í eigu
KB banka en fyrirtækið var stofnað af Búnaðarbanka
Islands hf., Landsbanka Islands hf., Vátryggingafélagi íslands
hf. og Sjóvá-Almennum tryggingum hf. árið 1986.
Heiti fyrirtækisins, Lýsing, kemur frá enska heitinu
„leasing“ sem merkir eignarleiga og vísar í starfsemina.
„Utlánasvið Lýsingar skiptist í tvennt, fjármögnun atvinnu-
tækja og fjármögnun bifreiða,“ segir Magnús Þór Sandholt,
ráðgjafi í bílaijármögnun. „Fjármögnun atvinnutækja er sýnu
stærri deild, en hin fer hratt vaxandi, enda sífellt fleiri að átta
sig á þægindum þess að geta skipt um bifreið með reglulegu
millibili án þess að festa mikið fé í þeim.“
Fjármögnunarleiga/kaupleiga og rekstrarleiga Boðið er upp
á nokkrar leiðir í fjármögnun hjá Lýsingu. „Það má segja að við
bjóðum upp á sex vörutegundir," segir Magnús. „Þijár þeirra
henta fyrirtækjum mjög vel, flármögnunarleiga, kaupleiga og
rekstrarleiga, en hinar þtjár henta einstaklingum mjög vel. Þær
eru bílalán, bílasamningur og einkaleiga með kauprétti."
Fjármögnunarleiga hentar fyrirtækjum mjög vel, að sögn
Magnúsar, þar sem rekstraraðilar geta nýtt sér gjaldfærslu á
leigugreiðslum til lækkunar á skatti, hvort sem um er að ræða
bifreiðar eða önnur atvinnutæki. Á leigugreiðslur leggst virðis-
aukaskattur sem endurgreiddur er við næstu virðisaukaskatt-
Ymis þjónusta fylgir Rekstrar-
leiga/einkaleiga hentar hins vegar
bæði fyrirtækjum og einstakl-
ingum. Rekstrarleiga er oft notað
sem samheiti fyrir rekstrarleigu og
einkaleigu, en munurinn er eins og
áður hefur komið fram sá að
rekstrarleiga er fyrir rekstraraðila
og einkaleiga fyrir einstaklinga.
„Það fylgja því margir kostir að
vera með bíl á rekstrarleigu,“ segir
Magnús. ,/lðeins er greidd
ákveðin upphæð á mánuði og inni í
henni er umsamin þjónusta út
leigutímann, s.s. auka dekkja-
gangur, dekkjaskipti vor og haust,
þjónustuskoðun, smurning og olíu-
skipti. Lýsing er skráður eigandi biffeiðar, umboðið veitir
þjónustu og kallar þifreiðina reglulega til skoðunar og þannig er
vandlega fylgst með bílnum allan tímann sem viðkomandi er
með bílinn á leigu. Leigan er tímabundin, tekur yfir 1,2 eða 3 ár
eftir atvikum og samningum. Eftir að leigutíma lýkur skilar
leigutaki bílnum til umboðs sem kaupir hann af Lýsingu á fyrir-
fram ákveðnu verði. Við skil getur leigutaki fengið sér annan
samning/bíl og ekið um á nýjum eða nýlegum bíl af þeirri
tegund sem viðkomandi óskar. Ekki þarf að leggja út stórar
upphæðir við upphaf „bílakaupanna" og engin áhætta er tekin
við að selja bílinn þegar þörf er á endurnýjun."
Upphaflega fyrir fyrirtækin Farið var af stað með rekstrarleigu
í upphafi til að mæta þörf sem var að myndast á markaðnum.
Rekstrarleiga var upphaflega sett af stað sem nýr valkostur
i tjármögnun til stórra fyrirtækja sem ráku stóran bílaflota en
gátu illa séð af fjármagni til að kaupa þá. „Betri yfirsýn á
rekstrarkostnað fyrirtækis fæst þegar hver bifreið ber
ákveðið leigugjald á mánuði og þetta auðveldar einnig til
mikilla muna alla áætlanagerð fyrirtækisins," segir Magnús.
„Þetta gerir reksturinn einfaldari og þægilegri. Það þarf þó
ekki stórt fyrirtæki til að rekstrarleiga borgi sig og nærtækt
dæmi eru einyrkjar sem stofnað hafa ehf.-kennitölur fyrir
rekstur sinn, þeir þurfa atvinnutæki og/eða bíl en hafa ef til
vill ekki mikið fé aflögu til að leggja í þess háttar við stofnun.
Þeim hentar því vel að taka tækin/bílinn á rekstrarleigu og
nýta féð í reksturinn." 33
88