Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2004, Síða 95

Frjáls verslun - 01.02.2004, Síða 95
I Vox-Skólinn Vínseðill Vox hefur ekki síður vakið athygli en matseðillinn. Vínseð- illinn er haganlega saman settur og flöl- breyttur. Erlendir veitingamenn, eins og Lea Linster, hafa haft orð á því hvað vínseðill Vox gefi flölbreytta mynd af vínheiminum. Veitingastjóri Vox og þjónar hafa boðið gestunum að velja vín með matnum. Arstíða- matseðillinn er einkar vinsæll og ef gestirnir vilja, velja þjónarnir passandi vín með hveijum rétti. Þetta er áhugavert og fræðandi fyrir gestina. Þeir fá þvi glas af vini með rétt- inum sem þeir alla jafna hefðu ekki pantað með matnum, nefna mætti glas af góðu kampavíni eða Sauternes frá Frakklandi. Heimsókn á Vox er því fræðandi fyrir gestina og þá einkum sælkera. Þeir eiga þess kost að kynnast nýjum, spennandi vínteg- undum og fá hugmyndir að gómsætum réttum. Ivínseðillinn Veitingastjóri á Vox er Gissur Kristinsson, einn helsti vínfræðingur lands- ins. Gissur hefur kennt við Hótel- og veit- ingaskólann og haldið námskeið og fyrir- lestra um vín. Hann verður hér fyrir svörum. „Hver eru helstu einkenni vínseðils Vox?“ „Þetta er vínseðill sem er svipaður og á úrvalsveitingahúsum Evrópu, nema þá þeirra frönsku, en á þeim eru 90% vínanna frönsk. Við reynum að hafa gott úrval gæðavíns í heiminum. Annað sem við leggjum áherslu á er að hafa mikið og gott úrval af kampavíni. Við erum án efa með mesta úrvalið á Islandi hér á Vox, eða 60 tegundir. Þá erum við með mjög gott úrval af spænskum vínum. Vínþjónn spænska vínframleið- andans Torres telur að við séum með hvað besta spænska 'únseðilinn utan Spánar.“ „Hvers vegna leggið þið svona mikla áherslu á spönsk vín?“ „Þau eru svo ijölbreytt, eru góð borðvín og yfirleitt á góðu verði." „Hvernig kynnið þið vínið fyrir gestum?" „Við erum ekki með starfandi vínþjóna, við efnum hins vegar til vínnámskeiða fyrir þjónana okkar. Hugmyndin er sú nð allir þjónarnir á Vox eiga að vera vínþjónar.“ Spánn Meðal spennandi vínsvæða á Spáni eru Castilla la Mancha - Ribera del Duero. Þaðan eru öflug vín og ijölbreytt, segir Gissur. Teofilo Reyes Ribera del Duero Ciranza á kr. 2-390 er frábært vín sem hefur mikinn karakter. Þetta vín jafnast vel á við frönsk gæðavín, en það er hins vegar á betra verði. Rioja vín hafa náð miklum vinsældum, en þau eru orðin úýr. Víða annars staðar á Spáni má finna frábær vín og á góðu verði. Þar á meðal er Finca Antigua Cabernet á kr. 1.220. Það VÍNIJMFJÚLLUN SIGMARS B. verður hins vegar að segjast eins og er að enn er lítið af spennandi hvítvíni frá Spáni. Torres framleiðir þó vandað hvítvín sem stendur fyrir sínu. Nefna mætti Torres Gran Vina Sol Cardonnay á kr. 1.290. Þetta er öflugt vín, þurrt en með góðum ávaxtakeim. ÁStralía Ástralía er gríðarlega spennandi vínland. Veðurfar er þar einstaklega heppilegt til vínræktar. Þá eru í röðum vínbændur, eldhugar eins og Wolf Blass og Peter Lehmann. Wolf Blass var Austur-Þjóðverji sem hafði numið víngerð í heimalandi sínu. Hann flúði svo til Bretlands og gerðist vínsali. Þar kynntist hann áströlsku víni. Blass fluttist til Ástralíu og hóf vínrækt. Fyrirtækið varð svo með tímanum stórveldi sem bandaríska fyrirtækið Beringer hefur nú keypt. Meðal frábærra ástralskra víntegunda mætti nefna Rosemount Traditional, kr. 1.890, og Rosemount GSM, kr. 1.990. Þetta eru mögnuð vín, dimmrauð með margslungnu bragði. Einnig mætti nefna Wolf Blass Presidents Selection Shiraz, kr. 2.100. Þetta er ekta Ástrali, alveg magnaður, frábært villibráðarvín. En hvað um hvítvínin? „Ég er hrifnastur af áströlsku Riesling-vínunum, þau minna á Riesling-vínin frá Alsace," segir Gissur og bætir við: „Wolf Blass Gold Label Riesling, kr. 1.390, er góður fulltrúi áströlsku Riesling-vínanna.“ Austur-Evrópa Gissur telur að í framtíðinni muni næstu ævintýri í vínheiminum eiga sér stað í Austur-Evrópu. „Þar eru langar og miklar hefðir í vínrækt og góð náttúruleg skil- yrði. Hins vegar hefur vantað tæknikunnáttu og fjármagn," segir Gissur Kristinsson, veitingastjóri á Vox, að lokum. 33 Gissur Kristinsson og Sigmar B. Hauksson mæla með eftirtöldum víntegundum: Hvítvín: Torres Gran Vina Sol Chardonnay kr. 1.290- Wolf Blass Gold Label Riesling kr. 1.390.- Rauðvín: Teofilo Reyes Ribera del Duero Crianza kr. 2.390 - Finca Antigua Cabernet kr. 1.220 - RosemountTraditional kr. 1.890 - Rosemount GSM kr. 1.990.- Wolf Blass Presidente Selection Shiraz kr. 2.100 - 95
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.