Morgunn - 01.06.1969, Page 8
2
MORGUNN
brot orsaka kærleiksdeyfð, sem leiðir til endurtekinna lög-
málsbrota, sem enn auka á kærleikshörgul hjartans. Með
öðrum orðum: Þetta er háskaleg svikamylla, malar niður
það góða sæði, sem í mönnunum er, og enginn veit, hvað
yfir hann gengur, ef hann gáir ekki að sér. Margur maður-
inn, sem heilmikið á af kærleika, leiðist út í það fyrir gungu-
skap eða meinleysi að gera það, sem er brot á lögmáli heið-
arleikans. Sjálfur verknaðurinn sljóvgar kærleiksvitundina
þannig, að næsta lögmálsbrot er framið með minni tilfinn-
ingu fyrir því, að verið sé að fremja rangiæti. Eitt brotið
býður öðru heim.
Skrýtið, mér fannst eins og það væri verið að segja mér,
að það væri lögmálsbrotum mannanna að kenna, að jafn-
vægi náttúrulögmála truflaðist svo, að tilveru alls mann-
kyns væri ógnað. Reyndar ekki nein f jarstæða í mínum aug-
um, því að í sálfræðistofnun þeirri i Sviss, sem ég dvaldist
við í vor, var litið á það sem sjálfgefið, að andlegi heimurinn
og efnisheimurinn væru ekki tveir heimar, heldur einn og
sami raunveruleikinn séður með tvennu móti. Af því leiðir,
að andleg lögmálsbrot hljóta að birtist sem röskun náttúru-
lögmála í skynmynd þeirri, sem við nefnum efnisheim. Þessi
hugmynd þekktra og virtra sálfræðinga er sprottin af rann-
sókn margháttaðra fyrirbrigða, sem erfitt er að gera grein
fyrir í stuttu máli. Þetta er sama hugmynd og kenningin um
Maya í austrænni heimspeki. Maya merkir ekki blekking
eins og margir halda, heldur skynmynd eða skynjun. Það er
varla von, að vestrænt fólk vari sig á þessu, úr því að marg-
ir austrænir höfundar kunna ekki skil á því heldur og hafa
breytt fornri speki í trúarbrögð, sem lífinu eru fjandsamleg.
Hið hryggilega ástand Indlands ber vitni um það.
Arfsögnin umAtlantis, landið mikla, sem sagt er að sokk-
ið hafi i sæ, getur þess, að hamfarirnar hafi orðið vegna
þess að ibúarnir röskuðu jafnvægi náttúruaflanna. Þetta
þótti skopleg kenning fyrstu fjóra tugi þessarar aldar. —
Hvernig gátu athafnir manna tortímt heilu meginlandi? En