Morgunn


Morgunn - 01.06.1969, Page 8

Morgunn - 01.06.1969, Page 8
2 MORGUNN brot orsaka kærleiksdeyfð, sem leiðir til endurtekinna lög- málsbrota, sem enn auka á kærleikshörgul hjartans. Með öðrum orðum: Þetta er háskaleg svikamylla, malar niður það góða sæði, sem í mönnunum er, og enginn veit, hvað yfir hann gengur, ef hann gáir ekki að sér. Margur maður- inn, sem heilmikið á af kærleika, leiðist út í það fyrir gungu- skap eða meinleysi að gera það, sem er brot á lögmáli heið- arleikans. Sjálfur verknaðurinn sljóvgar kærleiksvitundina þannig, að næsta lögmálsbrot er framið með minni tilfinn- ingu fyrir því, að verið sé að fremja rangiæti. Eitt brotið býður öðru heim. Skrýtið, mér fannst eins og það væri verið að segja mér, að það væri lögmálsbrotum mannanna að kenna, að jafn- vægi náttúrulögmála truflaðist svo, að tilveru alls mann- kyns væri ógnað. Reyndar ekki nein f jarstæða í mínum aug- um, því að í sálfræðistofnun þeirri i Sviss, sem ég dvaldist við í vor, var litið á það sem sjálfgefið, að andlegi heimurinn og efnisheimurinn væru ekki tveir heimar, heldur einn og sami raunveruleikinn séður með tvennu móti. Af því leiðir, að andleg lögmálsbrot hljóta að birtist sem röskun náttúru- lögmála í skynmynd þeirri, sem við nefnum efnisheim. Þessi hugmynd þekktra og virtra sálfræðinga er sprottin af rann- sókn margháttaðra fyrirbrigða, sem erfitt er að gera grein fyrir í stuttu máli. Þetta er sama hugmynd og kenningin um Maya í austrænni heimspeki. Maya merkir ekki blekking eins og margir halda, heldur skynmynd eða skynjun. Það er varla von, að vestrænt fólk vari sig á þessu, úr því að marg- ir austrænir höfundar kunna ekki skil á því heldur og hafa breytt fornri speki í trúarbrögð, sem lífinu eru fjandsamleg. Hið hryggilega ástand Indlands ber vitni um það. Arfsögnin umAtlantis, landið mikla, sem sagt er að sokk- ið hafi i sæ, getur þess, að hamfarirnar hafi orðið vegna þess að ibúarnir röskuðu jafnvægi náttúruaflanna. Þetta þótti skopleg kenning fyrstu fjóra tugi þessarar aldar. — Hvernig gátu athafnir manna tortímt heilu meginlandi? En
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.