Morgunn - 01.06.1969, Side 9
MORGUNN
3
fimmti áratugur aldarinnar okkar var aðeins liðinn til hálfs,
þegar mennirnir hættu að hlæja. Ægihvítur blossi. Gorkúlu-
myndað ský. HIRO-SHIMA. Ósýnileg hönd ritaði yfir þver-
an sjóndeildarhringinn þetta mene tekel menningar okkar.
Á öld Nebukadnesers spáði slíkt falli Babylonar hinnar
miklu. Hvað fellur nú? Er ekki mál til komið að skilja
hvað í húfi er og reyna að bjarga því, sem bjargað verður?
Nú er ég ekki einn um ugg. Vinir mínir í Sviss við sálfræði-
stofnun Jung’s ólu hinn sama grun. Og þar ypptu menn ekki
öxlum og ýttu frá sér ábyrgðinni, þegar minnzt var á þessi
mál, einfaldlega af því að þeir vissu betur. Því miður get ég
ekki glatt neinn með því að þeir, sem þarna höfðu rýnt í eðli
og lögmál mannlegra örlaga, teldu að fyrirbyggja mætti vá-
lega atburði, sem framtíðin geymir. En líklegt er, að enn
megi draga mikið úr og hindra, að mannkynið falli aftur nið-
ur i steinaldarstig, jafnvel mögulegt að byggja upp betra
mannlif á jörðinni, þegar jafnvægisröskunin er um garð
gengin. En þá verður að láta hendur standa fram úr ermum,
og því fyrr því betra. Því lengur, sem lögmálsbrotin em lát-
in við gangast, því verri verður skellurinn. Hvað getum við
gert hér á þessu landi, hér í þessu félagi og hver í sjálfum
sér?
II.
Sálarrannsóknafélag Islands heitir þetta félag, sem nú
stendur á fimmtugu. Til þess var stofnað af mönnum, sem
skynjuðu mikla þörf, þörfina, sem áður var getið, á því að
fyrirbyggja fall heimsmenningarinnar. Við geymum nöfn
þeirra í þakklátum huga.
Nafn félagsins gefur til kynna, að markmið þess sé að leita
þekkingar á sálrænum fyrirbrigðum. Og það veit ég, að það
vakti fyrir stofnendum félagsins að hækka miðið, að lyfta
mannlifinu á hærra stig. Takmark félagsins er að leita hins
sanna á þessum vettvangi og vinna þekkingunni á sanníeik-
leikanum fylgi. Innan vébanda félagsins hefur sú rannsókn-
arstefna, sem spíritismi nefnist, átt mestu fylgi að fagna um