Morgunn - 01.06.1969, Qupperneq 10
4
MORGUNN
langt skeið. Takið eftir, ég sagði rannsóknarsíefna. Spíritism-
inn getur rétt eins og fleira, sem til er stofnað, lent á refil-
stigum. Slíkt hefur jafnan hent kirkjuna sjálfa. Sumir eru
sólgnir í að sjá dularfull fyrirbrigði af einskærri forvitni eða
eftirsókn eftir því, sem kemur róti á tilfinningarnar. Sumir
sækjast líka eftir samneyti við framliðna meira en góðu hófi
gegnir. Slíkt stríðir gegn lögmáli lífsins. Eins og okkur ber
að fagna návist vina okkar meðan þeir eru hér, þá ber okk-
ur einnig að sætta okkur við, að þeir eru ekki lengur á þessu
skynsviði eftir breytinguna. Misskiljið ekki. Ég helcl ekki, að
samband viS framliÖna sé bannaÖ. En misnotkun slíkra sam-
banda held ég sé lögmálsbrot. Við megum ekki draga þá,
sem farnir eru, nær jörðinni. Ef þeir láta ekki af sér vita ótil-
kvaddir, á ekki að leita sambands. Jákvætt starf vinnur
með lögmálinu en ekki móti því. Með því er framliðnum
hjálpað til að losna úr of nánum tengslum við jarðneskt til-
verusvið og þeim gert ljóst, að leiðin liggur áfram og hærra.
Þeir, sem leita of fast eftir miðilssambandi við framliðna
menn, vantreysta sinum eigin hæfileika til að skynja nálægð
ástvina (hvort sem þeir eru lífs eða liðnir). Það vantraust
veldur því, að innsæisgáfan, sem allir eiga í einhverjum mæli,
dofnar, og þannig kemur tap í stað ávinnings. Raunveru-
leikinn er sá, að þeir, sem í sannleika unnast, eru í órofa-
sambandi milliliðalaust. Það er bókstaflega og vísindalega
satt, þegar Jónas Hallgrímsson segir:
Háa skilur hnetti
himingeimur.
Blað skilur bakka og egg.
En anda sem unnast
fær aldregi
eilífð aðskilið.
Enda var Jónas náttúrufræðingur góður og naskur á að
skoða fyrirbrigðin og skynja merkingu þeirra.
Með þessu er ég að segja, að spíritisminn er merkilegur eða
ómerkilegur eftir því, hvernig á er haldið. Sem rannsóknar-