Morgunn - 01.06.1969, Side 13
MORGUNN
7
konar straumur er það? Austræn fræði segja, að þar sé um
prönustraum að ræða. Svipað fyrirbrigði skynja þeir, sem
lækningu hljóta fyrir „handayfirlagningu“ eða mátt bænar-
innar. Já, hvaða afl er það, sem bænin leysir úr læðingi?
IV.
Dagar vísindalegrar efnishyggju eru taldir. — Efnis-
hyggja er nú óvísindaleg afstaða fólks, sem dagað hefur
uppi.
Einmitt þess vegna held ég að dagar spíritismans í sínu
gamla formi séu senn á enda. Spíritisminn þróast áfram til
nýs forms, deyr ekki. Þegar stríðið er úti, getur hermaður-
inn slíðrað sverðið og snúið sér að ræktun landsins. Nóg er
að vísu enn af efnishyggjufólki, en það á sér engan bakhjarl
í vísindum vorra tíma. Það tekur venjulega tíma fyrir fólk
að átta sig á nýjum viðhorfum og grunnsjónarmiðum, en
breytingin kemur eftir árabil, sem sífellt mun vera að stytt-
ast. Okkar tími er töluvert hryssingslegur í bókmenntum,
tónlist, kvikmyndalist og annarri myndlist. Átökin eru oft
gróf og ófögur. Samt kann ég vel við kröfuna, sem gerist æ
háværari og borin er uppi af mörgum ungum röddum: Enga
hrœsni! Samt er tilgangslaust að hrópa yfir öðrum, ef hræsn-
in býr áfram í eigin brjósti. Það verður að vísa henni út úr
sjálfum sér fyrst — reyna að vera ærlegur, reyna það ær-
lega! „Drag þú fyrst bjálkann úr þínu eigin auga!“
Það væri Sálarrannsóknafélagi Islands verðugt verkefni
að rannsaka áhrif lögmálsbrotanna á mannssálina, hvernig
það verkar á mannveruna að lifa í misræmi við lögmál
lífsins.
Lögmál lifsins eru lögmál gróanda og vaxtar í náttúrunni
annars vegar, og lögmál hnignunar og dauða hins vegar.
Lögmálsbrot raska réttri hrynjandi í verkum þessara afla.
Hvernig lögmálsbrotin í sambúð mannkynsins við náttúr-
una valda ört vaxandi spjöllum er nú augljóst. Glögga vitn-
eskju um það má eignast við lestur bókar, sem Hákon