Morgunn


Morgunn - 01.06.1969, Side 20

Morgunn - 01.06.1969, Side 20
14 MORGUNN að vera apar annarra né heldur eltendur tízkufyrirbæra augnabliksins hjá öðrum þjóðum. Meginstefna þessara tveggja listgreina, allt frá tímum Fomgrikkja og raunar þó leitað sé ennþá lengra aftur í aldir, virðist mér verið hafa fyrst og fremst túlkun og sköp- un fegurðar og samræmis. Og sama er og að segja um hin ódauðlegu listaverk meistaranna miklu á miðöldum. Þessi verk voru tákn þeirrar fegurðar, sem er háleit og tær, og sem vekur og eflir hinar göfugustu tilfinningar og hvatir í sálum mannanna, og gerir þetta enn þann dag, er menn líta þau í listasöfnum veraldarinnar. Þessi litla þjóð, hefur orðið svo lánsöm að eignast listamenn, sem í list sinni hafa skap- að ódauðlega fegurð, sumir fyrir bein áhrif hinna miklu meistara fortíðarinnar, og aðrar sem skapað hafa beinlínis þjóðlega íslenzka list fyrir áhrif iandsins sjáifs, menningar okkar og sögu. Ég er nú orðinn gamall maður, og sjón mín er ekki orðin jafn skörp og áður. En ég held þó, að það sé ekki sjóndepru eingöngu að kenna, að ég fæ nú svo óvíða komið auga á hina tæru hugargöfgandi fegurð í því, sem margt okkar unga fólk er nú að föndra við og sýna í sölum og á torgum höfuð- borgarinnar og kallar listaverk og nýja tjáning listrænnar sköpunar. Allt of mörg þessara verka minna mig á glossa- legar og jafnvel glæfralegar umbúðir um eitthvað, sem ég botna ekkert í, ef það er þá nokkuð. Og sumar þessar um- búðir eru auk þess í mínum augum ósmekklegar og frá- hrindandi í þokkabót. Hljómlistin er ef til vill göfugust allra lista. Og svo ná- tengd og samgróin er hún lífinu, að hún orkar ekki aðeins á mennina eina, svo sem gerir orðsins list, heldur einnig á mörg hinna æðri dýra, sem einnig eiga mörg þessa gáfu í furðu ríkum mæli. Má í því sambandi minna á söngfuglana, þröst- inn og næturgalann. Maðurinn hefur þróað þessa listgáfu um aldir. Og hann hefur í þeim efnum ekki látið sér nægja sína eigin rödd. Hann hefur smíðað fjölda hljóðfæra til þess að framleiða á þann veg tóna og samhljóma ólíkra tegunda
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.