Morgunn - 01.06.1969, Síða 22
16
MORGUNN
skap Jesú er föðurkærleikur Guðs og sú jákvæða afstaða
mannsins, sem birtist í öruggu trausti á þann kærleika og í
einlægri viðleitni til þess í hugsun og breytni að framkvæma
vilja Guðs, hins góða, fagra og fullkomna. Og til þessa finn-
ur hann, að Guð gefur honum styrk og hjálp, á svipaðan
hátt og sólin gefur blóminu vöxt, fegurð og angan. Þessi
áhrif frá föður lífsins og ljósanna á sál og huga mannsins og
þá vaxtarþróun, sem þau valda þar, nefnir Jesús guðsrikið,
sem er fyrst og fremst hið innra í sál hans, eflist þar og grær
fyrir samstarf og samhjálp Guðs og manns á sama hátt og
gróðurinn vex fyrir samstarf sólar og moldar.
En það líður ekki á löngu áður en tekið er að vefja um-
búðum utan um þennan kjarna. Og í rauninni má segja, að
það sé Páll postuli, einmitt sá maðurinn, sem ryður krist-
inni trú brautina út í heiminn, sem þar gengur fram fyrir
skjöldu. Vafalaust gerir hann það ekki í þeim tilgangi að
hylja þann kjarna, heldur af hinu, að hann hefur ekki fylli-
lega komið auga á mikilvægi hans. 1 því sambandi er rétt
að hugfesta það, að Páll var ekki einn úr hópi lærisvein-
anna, sem daglega voru með Jesú, hlýddu á boðskap hans og
urðu gagnteknir af persónuleika hans og áhrifunum, sem
frá honum streymdu. Páll hafði hins vegar aldrei séð hann,
né heldur verið í fylgd með honum og hlýtt á hann. 1 öðru
lagi hlaut trúboðsstarf hans, og ekki sízt á meðal Grykkja,
sem þá voru hámenntuð þjóð og heimspekilega hugsandi, að
kref jast þess, að hann færði rök að þeim trúarboðskap, sem
hann var að flytja þeim. Þetta verður til þess, að boðskapur
hans verður ekki á sama hátt og lærisveinanna vitnisburð-
urinn um það, sem þeir sjálfir höfðu heyrt og séð og orðið
vottar að. Hann verður ekki fyrst og fremst frásagnir um
JESÚ hér á jörð, svo sem samstofna guðspjöllin eru, heldur
boðskapurinn um KRIST hinn krossfesta og upprisna frels-
ara mannanna.
Þessi boðskapur Páls og skýringar á Kristi og komu hans
í þennan heim, varð harla máttug til áhrifa, og ekki sízt
vegna þess, að hann fann sérstakan hljómgrunn í hugum