Morgunn


Morgunn - 01.06.1969, Qupperneq 26

Morgunn - 01.06.1969, Qupperneq 26
20 MORGUNN brjóst lagin frá því áður en fyrst hófust sögur. Og hana er engin leið að kæfa til fulls í brjósti nokkurs manns. Hún er óaðskiljanlegur lifandi þáttur hans ódauðlegu sálar. Háski þessara viðsjárverðu tíma er þess vegna ekki fólg- inn í þvi, að trúarhvötin sé ekki lengur fyrir hendi. Hann er fólginn í því, að við höfum gert lifið svo margbrotið, vafið það í svo miklar óþarfar og fánýtar umbúðir, að örðugt er orðið að finna þar sjálfan kjarnann. Fyrir vikið er sífelld hætta á því, að trúarhvötin slitni úr sínum eðlilegu og réttu tengslum við lífið. Og þegar svo er komið, getur svo farið, að hún brjótist fram í kynlegum og jafnvel óhugnanlegum myndum. Hún getur þá valdið bæði geðtruflunum og geð- flækjum, sem örðugt er að ráða við eða lækna. Sálfræðingurinn heimskunni og geðsjúkdómalæknirinn dr. Jung, segir í einu sinna mörgu rita, að hjá svo að segja öll- um þeim sjúklingum, sem til hans hafi leitað síðustu 35 árin, telji hann nákvæmar athuganir hafa leitt í ljós, að dýpsta rót geðtruflana þeirra og sálsýki hafi reynzt vera í sam- bandi við ófullnægða eða afvegaleidda trúarhvöt þeirra og trúræn viðhorf. Enginn vafi er á því, að öfgastefnur síðustu ára i heim- inum, bæði í stjórnmálum og á öðrum sviðum, eru að veru- legu leyti afleiðingar ófullnægðrar trúarhvatar, sem óhlut- vandir foringjar æsa upp með tilhjálp fjölmiðlunartækja og múgsefjunar, unz hún ryðst fram í viðbjóðslegu æði og hryðjuverkum og andstyggilegri grimmd. Að sjálfsögðu er það fjarri mér, að halda því fram, að umbúðir yfirleitt séu einskis virði og bara til bölvunar, enda þótt ég telji jafnan kjarnann vera það, sem höfuðmálinu skiptir. Umbúðir vernda oft það, sem í þeim er, og geta jafn- vel leitt það í Ijós með skýrari og áhrifameiri hætti. Ljóðin geta verið siíkar umbúðir um hugsun skáldsins. Lagið eða málverkið eru á vissan hátt umbúðir, sem leiða í ljós snilli andans. Og þarna skilur á milli þessara umbúða og hinna, sem beinlínis fela innihaldið eða eru utan um ekki neitt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.