Morgunn - 01.06.1969, Blaðsíða 29
MORGUNN
23
við hin litauðugu leikföng, sem eru tóm að innan, ef þau eru
athuguð og skrúfuð í sundur. Það er ekki heldur einhver
fjarlægur dvalastaður fáeinna útvaldra á himnum, sem þeir
telja sig þegar hafa öðlazt fyrirhafnarlaust og með því einu
að hafa játað einhvern tíma fyrir andlátið því, sem guð-
fræðingar hafa endur fyrir löngu kallað hina einu sönnu
sáluhjálplegu trú og kenning.
Nei. Guðsríkið er hið innra í yður, sjálfur kjaminn, sem
hefur lifið og þroskann í sér varandi. Það er hvorttveggja í
senn, bæði takmarkið og leiðin.
(Þetta erindi var flutt á kirkjuviku á Akureyri 2. marz s. 1., en var
þar, vegna tímans, sem því var ætlaður, allmikið stytt. Hér birtist það
aftur á móti í heild.
S.V.).
Skíðalyftan
Þetta er vafalaust ágætis tæki, hentugt og þægilegt. Kynni
þó að vera að sumu leyti dálítið táknrænt fyrir þessa tíma,
og skal ekki farið nánar út í það.
Lyftan er ekki lítils verð,
og léttari þessi nýi siður,
að kaupa sér ódýra, fljóta ferð
upp fjallið og renna svo brekkuna niður.
S. V.