Morgunn - 01.06.1969, Qupperneq 30
Hvert stefnir?
☆
Þér finnst allt bezt, sem fjærst er,
þér finnst allt verst, sem næst er.
En þarflaust hygg eg þó
að leita lengst í álfum, vort lán býr í oss sjálfum,
í vorum reit, ef vit er nóg.
Þannig kvað eitt af þjóðskáidum okkar endur fyrir löngu.
Og einkennilegt er að hugsa um það, að í þessum fáu ljóðlín-
um er í raun og veru í stórum dráttum skráð saga mannsins
alveg frá elztu tíð. Þegar, er maðurinn nær þeim þroska að
verða hugsandi vera, beinist athygli hans fyrst og fremst að
því, sem fjarlægast honum er og lengst í burtu. Ef til vill
kann að mega leita skýringarinnar á þessu í þeirri stað-
reynd, að maðurinn er hið eina af æðri dýrum jarðarinnar,
sem tekur upp á því að hætta að ganga á fjórum fótum og
horfa þar af leiðandi niður fyrir sig, heldur reisir sig upp,
gengur uppréttur, og beinir um leið augum sínum hærra en
önnur dýr. Fyrir því beinist athygli mannanna ekki að því
sem næst er og fyrir fótum hans liggur, heldur til þess fjar-
iæga, fjallanna og himinsins. Og þar, á háum fjöllum eða á
himni, verða bústaðir goða þeirra eða guða, sem þeir tigna,
þegar trúarhneigð þeirra tekur að þroskast og vaxa.
Þekkingarþrá þeirra beinist einnig fyrst að þessum stöð-
um. Fjöllin eru sennilega eitt það fyrsta, sem menn gefa
heiti og nöfn. Eftir þeim reyndu þeir að átta sig á um-
hverfinu og rata á milli fjarlægra staða. Og stjörnufræðin
verður elzta og fyrsta vísindagreinin, sem frumþjóðirnar
lögðu stund á og náðu þar sumar undraverðum árangri. Og
eftir því sem aldirnar iiðu og þekkingin jókst, hélt athyglin
áfram að beinast fyrst og fremst að umhverfinu, því sem