Morgunn


Morgunn - 01.06.1969, Page 38

Morgunn - 01.06.1969, Page 38
Fundir hjá Einari Nielsen ☆ i. FrávSÖgn Sigrid Kielland. Eftir að ég, og raunar af hendingu aðeins, kynntist nokk- uð sálarrannsóknum í Lundúnaborg árið 1920, hefur áhugi minn á þeim málum verið vakandi og er það enn. Þær hafa orðið mér til mikillar blessunar. Þar hef ég fengið holl ráð, sem komið hafa mér að góðu haldi, og fyrir áhrif þeirra hef ég öðlazt bjartari lífsskoðun. Sálarrannsóknirnar hafa orð- ið mér stórfelld hjálp í erfiðleikum og raunum og vegna þeirra hef ég öðlazt skilning á mörgu því, sem áður voru mér óleystar og erfiðar gátur. Ég vildi ekki vera án þeirrar reynslu, sem ég vegna þeirra hef hlotið, hvað sem í boði væri. Við þá, sem halda því fram, að spíritisminn sé í andstöðu við kristindóminn, fuilyrði ég hiklaust, að svo er ekki. Þvert á móti leggur hann megináherzlu á meginatriði kristinnar kenningar. Og hann gerir það með miklu meira umburðar- lyndi og kærleika en margir þeir, sem þykjast hafa einka- rétt á því að kalla sig kristna. Fagnaðarerindi spíritismans er hvorki eldur né brenni- steinn eða hótanir um eiiífar kvalir annars heims, heldur kærleikur, friður og réttlæti. Hann kveður niður óttann við dauðann, sem okkar allra bíður fyrr eða seinna. Hann mildar söknuð og sorg vegna þess, að hann sýnir og sannar að látinn lifir, og að þeir, sem farnir eru á undan okkur, eru okkur nálægir og vilja reyna að hjálpa okkur, þegar við leitum og þörfnumst þeirrar hjálpar. Hann sýnir okkur, að lífið öðlast æðri fylling í dauðanum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.