Morgunn - 01.06.1969, Page 38
Fundir hjá Einari Nielsen
☆
i.
FrávSÖgn Sigrid Kielland.
Eftir að ég, og raunar af hendingu aðeins, kynntist nokk-
uð sálarrannsóknum í Lundúnaborg árið 1920, hefur áhugi
minn á þeim málum verið vakandi og er það enn. Þær hafa
orðið mér til mikillar blessunar. Þar hef ég fengið holl ráð,
sem komið hafa mér að góðu haldi, og fyrir áhrif þeirra hef
ég öðlazt bjartari lífsskoðun. Sálarrannsóknirnar hafa orð-
ið mér stórfelld hjálp í erfiðleikum og raunum og vegna
þeirra hef ég öðlazt skilning á mörgu því, sem áður voru
mér óleystar og erfiðar gátur. Ég vildi ekki vera án þeirrar
reynslu, sem ég vegna þeirra hef hlotið, hvað sem í boði
væri.
Við þá, sem halda því fram, að spíritisminn sé í andstöðu
við kristindóminn, fuilyrði ég hiklaust, að svo er ekki. Þvert
á móti leggur hann megináherzlu á meginatriði kristinnar
kenningar. Og hann gerir það með miklu meira umburðar-
lyndi og kærleika en margir þeir, sem þykjast hafa einka-
rétt á því að kalla sig kristna.
Fagnaðarerindi spíritismans er hvorki eldur né brenni-
steinn eða hótanir um eiiífar kvalir annars heims, heldur
kærleikur, friður og réttlæti.
Hann kveður niður óttann við dauðann, sem okkar allra
bíður fyrr eða seinna. Hann mildar söknuð og sorg vegna
þess, að hann sýnir og sannar að látinn lifir, og að þeir, sem
farnir eru á undan okkur, eru okkur nálægir og vilja reyna
að hjálpa okkur, þegar við leitum og þörfnumst þeirrar
hjálpar. Hann sýnir okkur, að lífið öðlast æðri fylling í
dauðanum.