Morgunn - 01.06.1969, Side 47
MORGUNN
41
við hann til þess að komast að raun um, að á bak við glað-
værð hans og gázka, er íhugull og hugsandi maður með
mikla lifsreynslu að baki.
„Verðið þér ekki þreyttur eftir svona fundi?“ spyr ég.
„Hæfileikar yðar eru svo margbreytilegir og fjölþættir, að
þetta hlýtur að vera mikil áreynsla".
„Ég er prýðilega hress, eins og þér sjáið“, svaraði hann.
„En ég finn helzt til þreytu daginn eftir“.
Ég hef setið fjölda miðilsfunda um dagana. En þessir
fundir hjá Einari Nielsen, hafa að mínu áliti, verið á meðal
þeirra ailra beztu og merkilegustu á þessu sviði. Hann er
óefað mikill miðill cg hiklaust í hópi þeirra fremstu á með-
al þeirra.
Ritað í október 1953. Sigrid Kielland.
II.
Fundir liér á landi.
"'Ég hef þýtt þessa grein á íslenzku meðal annars vegna
þess, að danski miðillinn Einar Nielsen er sá af erlendum
miðium, sem við Islendingar höfum haft einna mest kynni
af. Hann kom fyrst hingað árið 1924. Hann dvaldist þá hér
í tvo mánuði á vegum Sálarrannsóknafélagsins, og voru
haldnir alls 22 fundir til þess að rannsaka hæfileika hans og
kynnast þeim.
I opinberri tilkynningu frá Sálarrannsóknafélaginu um
fundi þessa segir svo:
„Félagið hefur látið halda allmarga tilraunafundi með
danska miðlinum Einer Nielsen. Að lokum voru haldnir
tveir fundir að undangenginni nákvæmri rannsókn á miðlin-
um og umhverfi hans. I rannsóknarnefndinni voru hæsta-
réttardómari Páll Einarsson, læknir Halldór Hansen, forseti
félagsins Einar PI. Kvaran rithöfundur, prófessor Haraldur
Níelsson og dósent Guðmundur Thoroddsen læknir. Nefnd-
armennirnir gengu allir úr skugga um, að útfrymisfyrir-
brigði gerðust og heilar líkamningar mynduðust“.