Morgunn - 01.06.1969, Page 53
Dulargáfur frú Mörtu Jónsdóttur
☆
Hinn 30. apríl síðastliðinn andaðist í Reykjavík fi'ú Marta
V. Jónsdóttir, gx’eind kona og glæsileg og hugljúf öllum þeim,
sem kynntust henni. Hún var fædd 10 janúar 1889 í Landa-
koti á Vatnsleysuströnd,
og voru foreldrar hennar
Jón Jónsson, þá bóndi en
síðar verzlunarm. í Kefla-
vík, og kona hans Guði’ún
Hannesdóttir.
Hér er ekki ætlunin að
rekja ævi þessarar merku
konu. Hún giftist árið 1912
Birni Þorgi’ímssyni læknis
Þórðarsonar, er lengi var
héraðslæknir á Hornafirði,
og síðan í Keflavík árin
1905—1929. — Voru ungu
hjónin búsett í Keflavík í
nokkur ár, en fluttu síðan
til Reykjavíkur. Og þar lézt Björn hinn 5. api’íl 1966.
Það, sem einkum veldur því, að Morgunn vill ekki láta hjá
líða að minnast þessarar nýlátnu konu, eru dulhæfileikar
þeir, sem hún var gædd, og tóku að gera vart við sig þegar í
bernsku hennar. Og þeir héldu síðan áfram að gera vart við
sig að minnsta kosti öðru hvoru alla ævina, ýmist í vöku eða
dx’aumi. Vissi hún jafnan fyrir max’ga óoi’ðna hluti, eða
hafði sterkt hugboð um þá, þannig að þeir komu henni eng-
an veginn á óvart.
Því miður skráði hún fæst af þessari reynslu sinni. Og því