Morgunn - 01.06.1969, Qupperneq 55
MORGUNN 49
ir samvizku minni, að mér hefur fundizt ég verða vör við á
þeim augnablikum, sem ég ætla nú að segja ykkur frá.“
Þessi fáu orð um frú Mörtu verð ég að láta nægja til þess
að kynna hana lesendunum. Og hefst nú frásögn hennar
sjálfrar:
Loftkennda slæðan.
Frá því ég fyrst man eftir mér, sá ég alltaf eitthvað um-
hverfis fólk, líkast loftkenndri slæðu, með ýmsum litum;
mér sýndist þetta vera utan um allan líkamann, nokkurs
konar hýði, og vera í lögun eins og hann; mest bar á þessu
utan um höfuð manna, og þar sýndist mér það taka lengst
út.Litirnir voru mjög mismunandi, gulir, bláir, fjólubláir,
rauðir, grænir, gráir, dökkgráir og jafnvel svartir; stund-
um voru fleiri litir saman sem tilheyrðu sömu persónu. Líka
voru litirnir missterkir, stundum lýsti þetta eins og Jjós, af
öðrum dimmdi, og fólkið geðjaðist mér eftir því, hvaða litir
voru umhverfis það; stundum varð ég beinlínis hrædd, þeg-
ar litirnir voru mjög dökkir.
Ég hélt lengi fram eftir, að allir sæju þetta; varð því ekki
lítið hissa, þegar ég fékk að vita það, að enginn sæi þetta
nema ég.
Á seinni árum hef ég mikið til hætt að sjá þetta. Það getur
stundum komið fyrir, en er orðið talsvert sjaldgæft, og aldrei
nema þegar ég sé fólk í fyrsta sinn. Fyrst þegar ég fór að
sjá þetta, gerði ég mér alls enga hugmynd um, hvað þetta
gæti verið.
Á seinni árum hef ég farið að ímynda mér, að þetta, sem
ég sé með þessum hætti, geti ekki verið annað en það, sem
nefnt er ,,Aura“.
Leitin að bátnum.
í marz 1915 varð ég skyndilega veik, og lá þá um tíma
með hita.
Hjá okkur var telpa 14 ára gömul; faðir hennar stund-
aði sjómennsku á mótorbát, sem gekk frá Keflavik. Það var
4