Morgunn - 01.06.1969, Síða 60
54
MORGUNN
Ég sagði þá aftur, að áreiðanlega hefði þessi maður verið
í þeim flokknum, sem farizt hefði.
Síðar um daginn frétti ég, að svo hefði verið.
Skipið, sem fórst í Iogninu.
Þremur nóttum áður en „Titanic" sökk, kom það fyrir
mig, að ég lá vakandi í rúmi mínu og ætlaði að fara að sofa.
Ég hafði lagt aftur augun, en var alveg glaðvakandi. Þá sá
ég afskaplega stórt skip fyrir neðan mig; sjórinn var spegil-
sléttur og glampaði í tunglskininu, heldur daufu. Skipið
sýndist mér hafa segl, en ég var að hugsa um, hvernig væri
hægt að viðhafa segl á slíku bákni, trúði ekki sjóninni að því
leyti og Ieitaði að reykháfum, en sá enga. Allt í einu sá ég
skipið staðnæmast og að eitthvað mundi hafa orðið að því.
Ég sá, að settir voru niður björgunarbátar, og fólkið fara í
bátana, sá og ógurlegan fjölda verða eftir á skipinu. Alltaf
var sama lognið og alltaf var sjórinn jafnfallegur, og ég var
að hugsa um, hvernig þetta slys hefði komið fyrir, þar sem
veðrið væri svona yndislegt. Þá sá ég skipið reisast á end-
ann. Á því stóð fáein augnablik, að mér fannst, og það sökk
síðan. Ég sá fólkið berjast við dauðann og drukkna unn-
vörpum, en þá greip mig sú skelfing, að ég opnaði augun, svo
að sýnin hvarf. '
Líklega hefur þetta verið stutt stund. Allt sá ég þetta
mjög greinilega; mér fannst ég vera uppi yfir, eins og ég
væri í flugvél eða einhverju þvílíku.
Ég sagði móður minni, sem svaf í sama herbergi og ég,
frá þessu þegar um kvöldið.
Danski pilturinn.
Næst kemur þá saga, sem að því leyti er allsendis ólík hin-
um sögunum að hún gerist að mestu leyti við tilraunir og
virðist vera sams konar eðlis eins og og þær sannanir, sem
leitað er eftir með tilraunum. Því miður lagði ég engan trún-