Morgunn - 01.06.1969, Side 67
MORGUNN
61
hann einkennilegur. Drengurinn var aðeins rúmlega átta
mánaða, þegar faðir hans dó. Ég tel útilokað, að hann hafi
nokkru sinni séð mig né nokkurn annan snerta þessa fiðlu,
og því síður getað vitað hvernig átti að fara að því að leika
á slíkt hljóðfæri.
Sérkennilegur draumur.
Þegar maðurinn minn dó, áttum við heima í Reykjavík,
eins og áður segir. Við bjuggum í sama húsi og Rósa systir
hans og maður hennar, Guðmundur Jónsson bifreiðarstjóri.
Vorum við konurnar saman um eldhús. Þegar ég flutti til
Hafnarfjarðar, skildi ég eftir gardínur fyrir eldhúsgluggan-
um. Ég mun hafa gleymt þeim.
Svo iíða árin. Úr Hafnarfirði flutti ég austur í sveit og það-
an til Reykjavíkur á ný eftir tuttugu ár. Oft heimsótti ég
Rósu á þessum tíma, en aldrei bárust gardínurnar í tal, enda
komu þær mér að sjálfsögðu aldrei í hug, né hafði ég ætlazt
til, að þeim yrði skilað.
En svo var það haustið 1950, að Rósa kemur heim til mín
og hefur þá með sér gardínurnar, eftir að hafa geymt þær í
29 ár. Ég varð að vonum steinhissa og sagði, sem satt var,
að slíka skilsemi mætti kalla algjörlega einsdæmi. Þessu
svaraði hún því, að sér hefði einhvern veginn fundizt, að hún
yrði nú að láta verða af því að skila gardínunum.
Rósa var búin að vera heilsuveil í mörg ár. Og satt að
segja fannst mér það undarlegt, að hún skyldi gera sér þetta
ómak heim til mín til þess eins að skiia þessum gömiu gar-
dínum. Ég kom einu sinni heim til hennar eftir þetta og var
hún þá mikið lasin.
Litlu seinna dreymir mig, að ég þykist ganga inn í eld-
húsið heima hjá mér. Sé ég þá, að þau Rósa og Halldór heit-
inn maðurin minn, standa við eldhúsgluggann sitt upp á
hvorum stól. Þau eru búin að þræða gömlu gardínurnar upp
á gorm og eru að reyna að bisa við að hengja þær fyrir
gluggann. En fyrir þann glugga voru þær allt of litlar. Heyri