Morgunn - 01.06.1969, Page 68
62 MORGUNN
ég þá, að Rósa biður Halldór að toga betur í, en hann svarar:
„Þetta þýðir ekkert. Þær ná aldrei lengra en fram í miðj-
an febrúar eða rúmlega það.“
Við það vaknaði ég.
Rósa dó 19. febrúar 1951.
Sannleikur og lygi
(Brot).
Mennirnir leita sannleikans. En Guð einn veit hverjir hafa
fundið hann. Þess vegna er óréttmætt að ofsækja nokkurn
mann eða lítillækka hann vegna skoðana hans, ef þær eru
byggðar á sannfæringu og því, sem hann veit réttast. Það er
hinn vísvitandi lygari, hvort heldur er í orði eða athöfn,
sem jafnan er sökudólgurinn, en ekki sá, sem í einfeldni
hjartans trúir lygum hans og blekkingum. Ég veit engan
glæp svívirðilegri og htilmannlegri en lygi af ásettu ráði.
Hún er venjulega sprottin af illgirni og hugleysi eða þá af
hégómagirnd. Og oftast nær missir hún marks, sem betur
fer. Upp komast svik um síðir. Ósannindin koma manni
sjálfum í koll og verða honum til verðugrar skammar og
skaða.
Þess vegna skaltu hafa það hugfast alla ævina, að sann-
leikurinn er sagna beztur. Að vera trúr sannleikanum og
samvizku sinni gefur lífinu gildi. Á þann hátt heldur þú
sæmd þinni og heiðri óskertum. Þetta er ekki aðeins heilög
skylda, heldur sönn hyggindi. Mesti heimskinginn er sá, sem
iðkar og aðhyllist lygina.
Lord Chesterfield.