Morgunn - 01.06.1969, Qupperneq 74
68
MORGUNN
ars væru menn miklu hamingjusamari nú er raun ber vitni
um. Og mér þykir satt að segja vænt um það í aðra röndina,
að við skulum ekki finna fullnægju hamingjunnar í þessum
hlutum, þó ágætir séu á margan hátt. Ef við værum ekki
annað en óvenjulega skynugar og hyggnar skepnur, mund-
um við vera alveg í sjöunda himni yfir svona góðu og miklu
fæði og notalegri aðbúð. Það er ólíkt meira en blessaðar
skepnurnar geta veitt sér, eða við látum þeim í té.
Við finnum aftur á móti til tómleika í allsnægtunum. Og
við reynum að fylla þann tómleika með hávaða, svalli, inn-
antómum skemmtunum og ýmsu því, sem við raunar vitum,
þó við ekki viljum viðurkenna það, að hvorki er siðuðum
manni hollt né sæmandi.
Þessi lífsleiði og vonlausi flótti frá sjálfum sér, sem mér
virðist einkenna nútímann og engu síður þá, sem eru í blóma
lífsins og hafa flest tækifæri til að njóta þess, sem á boðstól-
um er, sýnir mér, að hér er eitthvað verulegt að og ekki eins
og það á að vera, eitthvað, sem minnir meira á litauðgi
haustsins, sem að vísu er glæsileg og fögur á yfirborðinu, en
ber þó í sér hrörnunina og dauðann, heldur en á vorið og
gróandann. Samt sem áður horfi ég engan veginn á þetta
með svartsýni vonleysingjans. Ég trúi á vorið þrátt fyrir allt
og sigur þess að lokum. Og ég trúi á manninn, trúi því, að
hann geti notað gáfur sínar og vit, hæfileika og snilli til þess
að skapa það mannlíf, sem er í ætt við vorið, grósku þess,
fegurð og birtu. Ég held, að honum sé beinlínis ætlað það af
þeim Guði, sem kærleikann og sólina hefur skapað.
Ég get skilið það, að hugsunarleysið og heimskan geti
hlaupið með marga í gönur og ruglað að verulegu leyti dóm-
greind þeirra á gildi hlutanna. Og mér finnst, að ég geti að
ýmsu leyti afsakað það, að slíkir menn sækist eftir hégóman-
um, hafi nautn af því að láta á sér bera og sýnast eitthvað
miklu meira en þeir eru. Það er tiltölulega meinlaust þó slíkt
fólk hafi gaman af glysi og skrauti, hafi nautn af því að sitja
fínar veizlur, borða góðan mat, safna ístru og eiga náðuga
daga. Þetta er ekki annað en eðlileg löngun sjálfrar skepn-