Morgunn - 01.06.1969, Page 76
70
MORGUNN
mæti í sér fólgið, verðmæti, sem kemur þinni eilífu sál að
þroska og haldi og verður beinlínis lifandi hluti af henni.
Hamingja þin eins og alls þess, sem andar og lifir, er sú, að
gróa, vaxa frá duftinu til birtu og dýrðar himinsins.
Þetta er annað og meira en æskudraumur vorsins. Þetta
er hið eilífa fyrirheit. Vor náttúrunnar er indælt og við fögn-
um því að vonum. En það vor á sinn takmarkaða tima hér á
jörð alveg eins og við sjálf. Þau vor koma og fara eins og
kynslóðir aldanna. Þau vor eru umhverfis okkur. Þau vor
eru aðeins brot hins eilífa tíma, á sama hátt og ævi okkar
sjálfra hér á jörð.
En sú er trú mín, vissa og von, studd og styrkt ekki að-
eins af rannsóknum og tilraunum mannlegs hyggjuvits, held-
ur af andlegri reynslu minni og annarra, sem ég tel vera í
senn áhrifaríkari og sannari öllum rökum kaldrar skyn-
semi, að eins og tíminn er eilífur og yfir mannlegan skiln-
ing og rök hafinn, þannig sé vorið og gróandinn einnig eilift.
Það vor er í okkur sjálfum. Og þess vegna getum við eflt
þar gróanda þess og eigum lífsgæfu okkar og vöxt hennar
undir þvi hvernig það tekst, ekki aðeins í takmörkuðum
tíma okkar hér á jörð, heldur um eilífa tíð.