Morgunn - 01.06.1969, Blaðsíða 77
Miðilsfundur í Háskólanum
☆
Ýmsum mun hafa þótt það nokkrum tíðindum sæta, er sú
frétt barst um höfuðborgina, að Hafsteinn Björnsson, mið-
ill, ætlaði að flytja fyrirlestur um sálarrannsóknir og hafa
skyggnilýsingafund í Háskóla Islands samkvæmt ósk stú-
dentafélagsins þar.
Fundur þessi var haldinn 17. april 1969 í I. kennslustofu
Háskólans og var öllum háskólastúdentum heimill aðgang-
ur. Þegar leið að fundartíma, tók fólk að streyma að hvaðan-
æva. Fylltist kennslustofan á svipstundu, en jafnframt stóð
fólk í tuga- og jafnvel hundaðatali á ganginum framan við
kennslustofuna að því er mér hefur verið tjáð. Er mér og
sagt, að svo mikil hafi mannþröngin verið, að fréttaritarar
dagblaðanna hafi ekki komizt inn á fundinn.
Þarna flutti Hafsteinn miðill langt erindi, þar sem hann
rakti að nokkru sögu sálarrannsóknanna og sagði frá því, í
hverju miðilsstarfið og miðilsgáfurnar einkum væru fólgn-
ar og nefndi nokkur dæmi í því sambandi. Að því loknu hófst
skyggnilýsingarfundurinn, þar sem hann lýsti þeim verum,
sem hann sá eða varð var við. Töldu margir sig þar kannast
við framliðna ættingja og vini, enda nefndi hann marga með
nafni og sagði frá ýmsu í sambandi við þá, er menn könnuð-
ust mæta vel við. Þótti mörgum að vonum lýsingar þessar
allfurðulegar og merkilegar, en aðrir létu sér færra um finn-
ast eins og gengur.
Hér skal ekki lagður neinn dómur á einstök fyrirbæri, er
þarna komu fram, né sannanagildi þeirra hvers um sig. Hér
var fyrst og fremst um kynningu á þessum málefnum að
ræða og vitaskuld verða þau ekki kynnt til neinnar hlítar á