Morgunn - 01.06.1969, Qupperneq 80
Aðalfundur
Sálarrannsóknafélags Islands
☆
Hann var haldinn að Sigtúni 9. maí s. 1. kl. 20.30. Forseti
félagsins, Guðmundur Einarsson, verkfræðingur, setti fund-
inn og skipaði Otto A. Michelsen, forstjóra, fundarstjóra, en
Leif Sveinsson fundarritara.
Flutti forseti siðan skýrslu stjórnarinnar um störfin á
liðnu starfsári. Tveir erlendir miðlar heimsóttu Island árið
1968, þær Ethyl Myers frá Bandaríkjunum og Kathlyn St.
George frá Bretlandi. Á árinu 1969 er enn á ný væntanlegur
til landsins hinn heimsfrægi miðill Horace Hambling, sem er
nú orðinn 72 ára og hefur átt við vanheilsu að búa undan-
farið.
1 Keflavík hefur nú verið stofnað sálarrannsóknafélag, og
voru 260 manns á stofnfundinum, sem haldinn var 8. maí s. 1.
Húsnæði félagsins hefur verið endurbætt og breytt að
nokkru, og hefur Hafsteini Björnssyni, miðli, verið búin að-
staða þar í nokkrum herbergjum.
Á árinu 1968 gaf félagið út vandað minningarrit um pró-
fessor Harald Níelsson í tilefni af því, að 100 ár voru liðin
frá fæðingu hans, 30. nóvember 1968.
Um útgáfuna sá séra Benjamín Kristjánsson.
Gjaldkeri félagsins, Magnús Guðbjörnsson, las upp reikn-
inga og skýrði þá. Voru þeir samþykktir án athugasemda.
Þessar lagabreytingar voru bomar upp og samþykktar:
4. gr. oröist svo: Félagið er opið öllum og telst hver sá fé-
lagi, sem greiðir félagsgjöld sín. Stjórn félagsins er heimilt
að stofna sjálfstæðar deildir úti um land, ef þess er óskað.
Formenn slikra deilda hafa rétt til að sitja stjórnarfundi
S.R.F.l. og hafa þar atkvæðisrétt í stefnumarkandi málum.