Morgunn - 01.06.1969, Side 81
MORGUNN
75
9. gr. orbist svo: Aðalfundur kýs félaginu stjórn og skal
hún skipuð 5 mönnum. Skulu stjórnarmenn kosnir til tveggja
ára. Árið 1969 skulu hins vegar tveir ganga úr eftir hlut-
kesti, en hinir þrír árið eftir. Ganga þannig framvegis tveir
úr aðalstjórn annað árið, en þrír hitt árið.
Þá skal einnig kjósa 5 varamenn í stjórn. Árið 1970 skulu
hins vegar tveir þeirra ganga úr eftir hlutkesti, en hinir þrir
árið eftir. Ganga þannig framvegis tveir varamenn úr stjórn
annað árið, en þrír hitt árið.
Heimilt er að endurkjósa menn í stjórn. Þá skal aðalfund-
ur enn fremur kjósa tvo endurskoðendur til eins árs í senn.
Stjórnarkjör fór þannig: Aðalstjórn: Olfur Ragnarsson,
læknir, Magnús Guðbjörnsson, verzlunarmaður, Björgvin
Torfason, bókari, Leifur Sveinsson, lögfræðingur og séra
Benjamín Kristjánsson. Varastjórn: Guðmundur Einarsson,
verkfræðingur, Guðmundur Jörundsson, útgerðarmaður, Ól-
afur Jensson, verkfræðingur, Otto A. Michelsen, forstjóri,
og Sveinn Ólafsson, fulltrúi.
Endurskoðendur voru kosnir: Halldór V. Sigurðsson, lög-
giltur endurskoðandi, og Ingimar Jóhannesson, kennari.
Tvö erindi voru flutt á fundinum. Guðm. Einarsson flutti
erindi um sálræna reynslu sína, en séra Benjamín Kristjáns-
son erindi er hann nefndi: Vitnisburður aldanna.
Að lokum flutti Úlfur Ragnarsson, læknir, ávarp, en síð-
an var fundi slitið.
Á fundi félagsstjórnar skipti stjórnin með sér verkum
þannig:
Úlfur Ragnarsson, læknir, forseti.
Séra Benjamín Kristjánsson, varaforseti.
Leifur Sveinsson, lögfræðingur, ritari.
Magnús Guðbjörnsson, vei’zlunarmaður, gjaldkeri.