Morgunn - 01.06.1969, Page 83
MORGUNN
77
6. gr.
Aðalfundur skal haldinn í marzmánuði ár hvert. Skal boða
aðalfund bréflega eða með auglýsingu í dagblöðum í Reykja-
vík með minnst þriggja daga fyrirvara.
Aðalfundur er lögmætur, ef löglega er til hans boðað og
meirihluti félagsstjórnar sækir fundinn.
7. gr.
Á aðalfundi skulu tekin fyrir þau mál, er hér segir:
a. Forseti eða félagsstjórn skýrir frá starfsemi félagsins
á liðnu ári.
b. Gjaldkeri leggur fram til samþykktar endurskoðaða
reikninga félagsins fyrir liðið ár.
c. Kosið skal í stjórn félagsins samkvæmt 9. gr.
d. Kosnir tveir endurskoðendur félagsins.
e. önnur mál, sem upp kunna að verða borin.
Ekki getur kosning í félagsstjórn farið fram, nema reikn-
ingar félagsins hafi áður verið samþykktir.
8. gr.
Reikningsár félagsins er almanaksárið. Félagsgjöld skulu
ákveðin árlega á félagsfundi. í félagsgjaldinu er innifalið
áskriftargjald að ársriti félagsins, „Morgunn“. Sé um hjón
að ræða, greiða þau aðeins og fá eitt eintak af ritinu, nema
þau óski annars.
9. gr.
Aðalfundur kýs félaginu stjórn og skal hún skipuð 5
mönnum. Skulu stjórnarmenn kosnir til tveggja ára. Árið
1969 skulu þó tveir ganga úr stjórninni eftir hlutkesti, en
hinir þrír árið eftir. Ganga þvi framvegis tveir úr aðalstjórn
annað árið, en þrír hitt árið.
Þá skal einnig kjósa 5 varamenn í stjórn. Árið 1970 skulu
tveir þeirra ganga úr eftir hlutkesti, en hinir þrír árið eftir.
Ganga þannig framvegis tveir varamenn úr stjórn annað
árið, en þrír hitt árið. Heimilt er að endurkjósa menn í stjórn
og varastjórn.