Morgunn - 01.06.1969, Page 85
Ýmislegt
☆
Morgunn
50 ára.
Tímarit S.R.F.l. Morgunn verður 50 ára
um næstu áramót. Fyrsti forseti félagsins
Einar H. Kvaran rithöfundur hóf útgáfu
þessa rits, sem kunnugt er árið 1920, og hefur það komið út
síðan á hverju ári. Þessa afmælis mun sérstaklega verða
minnzt i desemberheftinu.
Morgunn hefur notið sívaxandi vinsælda og átt veiga-
mikinn þátt í því að móta hugsunarhátt þjóðarinnar og
valdið byltingu í viðhorfi hennar varðandi framhaldslíf og
í andlegum efnum yfirleitt. Morgunn væntir þess, að vel-
unnarar hans um allt land muni í tilefni þessa afmælis vinna
að því að kynna tímaritið, safna nýjum áskrifendum og
stuðia þannig að ennþá meiri útbreiðslu þess í landinu.
. Á síðastliðnu ári gaf S.R.F.l. úr mjög vand-
inningarn ag minningarit í sambandi við það, að þá
um pro essor VQru ]jgjn iqo ár frá fæðingu prófessors
Haralds Níelssonar, hins mikla leiðtoga í
andlegu lífi þjóðarinnar og brautryðjanda á sviðum spirit-
ismans og sálarrannsóknanna hér á landi.
Bókin nefnist: Haraldur Níelsson — Stríðsmaður eilífðar-
vissunnar 1868—1868, og sá séra Benjamín Kristjánsson um
útgáfuna. Bókin er 300 blaðsíður, prentuð á vandaðan papp-
ír, í góðu bandi og prýdd fjölda mynda. Hún hefur þegar
selzt mjög mikið og það að vonum, enda verið harla kær-
komin hinum fjölmörgu aðdáendum prófessors Haraldar,
þess frábæra gáfumanns og ræðusnillings, svo og öllum