Morgunn - 01.06.1969, Blaðsíða 86
80
MORGUNN
þeim, sem áhuga hafa á þeim málefnum, sem honum voru
hjartfólgnust.
Félagsmenn og meðlimir deilda S.R.F.f. geta, á meðan
upplag endist, fengið bókina á skrifstofu félagsins í Garða-
stræti 8 í Reykjavík fyrir aðeins 400 krónur.
Afmæli.
Frú Lára Ágústsdóttir miðill, Bjarmastíg 3
á Akureyri, átti 70 ára afmæli hinn 15. apríl
síðastliðinn. Bárust frúnni fjöldi hamingjuóska og heilla-
kveðja víðsvegar að þennan dag.
Hér verða ekki rakin æviatriði frú Láru. Hún er Árnes-
ingur að ætt og uppruna, fluttist til Reykjavíkur aðeins 15
ára gömul og gerðist þá vetrarstúlka á heimili Einars H.
Kvarans, rithöfundar. Þar kynntist hún sálarrannsóknun-
um fyrst og fékk áttað sig á þeim dulrænu hæfileikum, sem
hún var gædd frá bernsku, en vissi þá ekki hvað var og
vöktu henni jafnvel ótta.
Enginn vafi er á því, að frú Lára er gædd meiri og fjöl-
breyttari miðilshæfileikum en flestir ef ekki allir þeir miðl-
ar, sem starfað hafa hér á landi, enda þótt hún hafi verið
umdeild nokkuð, og ævikjör hennar löngum þannig og að-
stæður, að þessir hæfileikar fengu ekki að njóta sín til fulls.
Og síðustu árin hafa heilsa og kringumstæður ekki leyft
henni að helga sig þessu starfi í þeim mæli, sem hún þó hefði
sjálf óskað og viljað.
Morgunn sendir henni alúðarkveðjur á þessum tímamót-
um ævi hennar og árnar henni alls velfarnaðar og heilla.
Eins og áður er getið, voru á aðalfundi S.R.
F.l. lagðir fram endurskoðaðir reikningar
félagsins fyrir starfsárið 1968 og sam-
þykktir í einu hljóði.
Verða reikningarnir í heild birtir í næsta hefti Morguns.
Reikningar
félagsins.