Morgunn


Morgunn - 01.06.1979, Page 7

Morgunn - 01.06.1979, Page 7
HAFSTEINN BJÖRNSSON, MIÐILL: SÝNIR I KATAKOMBUNUM I RÓMABORG Fyrir nokkru fékk ég senda góða gjöf frá vini minum Olfari Ragnarssyni, lækni, þeim ágæta listamanni. En það var handrit af frásögn Hafsteins Björnssonar miðils af för sinni til Rómar þann 27. apríl 1955. Það sem gefur þessari persónulegu frásögn Haf- steins alveg sérstakt gildi er það, að þegar hann var að skoða Katakomburnar i Rómaborg, þá brutust hinir miklu sálrænu hæfi- leikar hans fram og vitund hans hvarf aftur i timann. Hann sá greinilega fyrir sér guðsþjónustu kristna safnaðarins i þessari forn- fra;gu borg á þvi timabili, þegar það var lifshætta þar að vera kristinn maður. Sumt sálrænt fólk hefur þann undarlega hæfileika að geta, þegar viss skilyrði eru fyrir hendi, horfið aftur í tímann og séð löngu liðna atburði fyrir innri augum, eins og þeir væru að gerast i nútiðinni. Ég mun ekki ræða nánar þennan hæfileika hér að þessu sinni. Það verður að nægja að skýra frá því, að Haf- steinn Björnsson hafði meðal annarra þennan undarlega dulræna hæfileika og segir okkur í þessari ferðaminningu með hverjum hætti það gerðist í Rómaborg. - Æ. R. K. Ég mun vart hafa veriS kominn af barnsaldri, þegar ég fór að stauta mig fram úr bókum. Að vísu var ekki um auðugan garð að gresja i þeim efnum þar sem ég var alinn upp, en þó tíndist ýmislegt til, svo sem þjóðsögur og ævintýri og rímur, og svo siðast en ekki síst Islendingasögurnar. Þær sögðu frá mönnum og málefnum síns tíma. Þær sögðu mér frá útlönd- um á svo margvislegan og heillandi hátt, að þær urðu mér þrotlaus uppspretta hugmynda og spurninga um þær per- sónur og þau sögusvið, sem sagt var frá. Löndin sem ritað var um, hvort sem það voru Norðurlönd eða Suðurlönd, og þó einkum Suðurlönd og þær sögur sem greindu frá því, þeg-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.