Morgunn


Morgunn - 01.06.1979, Blaðsíða 18

Morgunn - 01.06.1979, Blaðsíða 18
16 MORGUNN Eins og Tolstoy, í sögum sínum, færðist frá hlutsæisstefn- unni upp til guðrækninnar, þannig hefur ást Tagores, sem er þungamiðja allra ritverka hans og skáldskapar, hafist frá hinni hlutrænu ást til hinnar andlegu og víðtæku, til alls sem lifir og hrærist. A yngri árum hans voru gamlir hreintrúar- menn Indverja á glóðum um að hann ætlaði að vekja upp hina nöktu stefnu Evrópu í ástarkvæðum sinum, eins og sum yngri skáld Islands gera nú á tímum. En ótti þeirra var ástæðulaus. Æskuástarljóð hans eru hrein og fögur, þótt heit séu og eldnæm. Tagore þurfti aldrei, eins og svo mörg önnur skáld, að berjast við fátæktina um yfirhöndina á fötum og fæði. Ef svo hefði verið, er óséð nema vandar Hjálmars og þyrna Þor- steins hefði þá meira kennt i kvæðum hans. En allt sem hann þurfti hendinni lil að rétta, lá við vöggustokkinn. Af öllum þeim ódæma kynstrum af bókum, sem hann hefur gefið út, - bæði ljóðum, sorgar- og ljóðaleikjum, skáldsögum og smásögum, ritgerðum og þýðingum, sem allt í allt munu mynda hundrað bækur, - þykir honum vænst um kvæðin sín. J þeim finnst honum hann vera allur sjálfur — sitt mesta og besta. Enda hafa yfir 30 ljóðabækur verið gefnar út eftir hann, og er það áreiðanlega meira en vér, Jslendingar, gætum þolað einum manni — hversu vel sem hann orti. Af þessu sést best hve mikilhæfur höfundur Rabindranatli Tagore er. En hann er einnig mikill og djúpsær heimspeking- ur og kennari, andlegur og þjóðræknislegur leiðtogi, sagna- rannsakari, söngmaður og sönglagasmiður, dálítill málari, við- sýnn fræðari, afbragðs stjórnari og dágóður ritstjóri. Hefur haft ritstjórn fjögurra timarita á hendi og tekist vel. Skóla stofnaði hann og starfrækti eftir eigin hugmynd, og er sá skóli talinn fyrirmynd nær sem fjær. Tekur hann sárt hversu einstaklingseðli barnanna er misboðið i nútiðarskólunum. - Tagore segir sjálfur, að öllum disum listarinnar hafi hann gefið glaður hönd sína, og orðið nauðugur að draga hana til baka, frá einni til annarrar, en kærust sé sér Iðunn þeirra allra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.