Morgunn


Morgunn - 01.06.1979, Blaðsíða 11

Morgunn - 01.06.1979, Blaðsíða 11
SÝNIR í KATAKOMBUNUM 9 liggja þar og sofa. Altari heilagrar Sesilíu er prýtt fjölda kertaljósa og blóma. Unaðslegur friður hvildi yfir þessu um- hverfi. Ég er sjáandi (skyggn). Og er lengra var gengið, mætti mér einkennileg ógn. Ég varð undirlagður vökuleiðslu. Ég staldraði við, steini lostinn af undrun. Mér opnuðust sýnir frá löngu liðinni öld. Ég sá hinn fyrsta kristna söfnuð Róma- borgar halda guðsþjónustu. Mér virtist yfir að lita niður- grafið svæði, ekki ósvipað hringleikahúsi, en gerði mér þó ekki fulla grein fyrir því hvernig það var í laginu. En ég sá niður fyrir mig, og npp frá þessu svæði voru þrep, hvert eftir öðru, öll þétt setin fólki. Út frá aðalsvæðinu voru margir út- gangar, sumir háir og breiðir, aðrir minni háttar, og gang- þrep frá botni hér og þar upp í gegnum setþrepin. Ég virti fyrir mér fólkið. Ég sá aftan á það, á lilið og svo beint framan í það. Allt kom mér það furðulega fyrir sjónir. Það virtist vera af öllum stigum og stéttum. Klæðnaður þess var harla sundurleitur. Sumir virtust klæddir borgaralegum klæðum þeirra tima, aðrir sem hirðingjar i tötrum. Sumt klætt, annað jafnvel hálfnakið. Konur voru síðklæddar og dökk- klæddar. Þær báru höfuðklúta, sem skyggðu að nokkru fyrir andlitið. Karlmenn voru allir berhöfðaðir. Þegar ég hafði horft á þetta um stund, barst mér að eyrum ómur af söng, lágum söng, eins og fjarlægum, líkustum sund- urteknu. stefi. En ég fann innra með sjálfum mér, að þessi fábrotni ómur söngsins var til þess fallinn að skapa viðeigandi og samræmd- an hugblæ. Gengt mér við sviðið var upphækkaður pallur. Þar sat gam- all hvítskeggjaður öldungur og talaði til fólksins. Ég heyrði eim af orðum hans, en ekki orðaskil. Hann var klæddur kyrtli ur grófu efni og studdist við staf meðan hann flutti mál sitt. I il hliðar við hann sat maður, mikill vexti, á að giska um sextugt, með hæruskotið alskegg og óvenju fagurt yfirbragð. Frá björtum augum hans stöfuðu geislar mildi og kærleika. Rirtan þarna niðri í gluggalausum göngunum neðanjarðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.