Morgunn


Morgunn - 01.06.1979, Blaðsíða 38

Morgunn - 01.06.1979, Blaðsíða 38
36 MORGUNN unni til þess að lina og fletja framburðinn. Það er skylda þeirra sem stjórna menningarmálum þjóðarinnár að taka þessi mál almennilegum tökum, úr því þeir hafa fengið fyrirskip- un alþingis um að gera það. Þetta þolir ekki frekari bið. Það hefur dregist allt of lengi. Allir þeir, sem hafa einhvern áhuga á fegurð islenskrar tungu og vilja ekki láta hana subb- ast niður í það sem aumast er, verða að gera sér ljóst, að ef ekki er gripið í tauma er til dæmis aðeins tímaspursmál hve- nær harður framburður er horfinn með þjóðinni og sama er að segja um hv-framburðinn. Rannsóknir dr. Björns Guð- finnssonar hafa sýnt, svo ekki verður um villst, að hvort- tveggja framburðurinn er á hröðu undanhaldi. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því, að menn láti sig engu skipta hvað verður um mæU mál, þótt þeir komist í hinar ótrúlegustu geðshræringar, þegar um ritmálið er að ræða. V. Þá er enn ónefndur sá þáttur mælts máls, sem kemur fram þegar maður les upphátt. Sé miðað við þann þátt lestrar kem- ur fram sú ömurlega staðreynd, að fœstir íslendingar eru læsir! Og það stafar auðvitað af því, að lestrarkennsla í skól- um er öll vitlaus. Við skulum íhuga þetta svolítið nánar. Hvað á sér stað, þegar tveir menn tala saman? Flutningur hugsunar. Og hvað er lestur? Flutningur hugsunar. Ég vil taka það fram, að hér og eftirleiðis í þessari grein á ég við lestur upphátt, þegar ég tala um lestur, þ. e. lestur sem öðr- um er ætlað að heyra. Að sjálfsögðu er lesari að flytja sinar eigin hugsanir, þegar hann les það, sem hann sjálfur hefur samið. Sama máli gegn- ir, þegar hann les það, sem einhver annar hefur samið. Hann er þá að flytja hugsanir höfundarins. Hann er enn að flytja hugsanir. Lestur er því flutningur hugsunar. Ef mælt mál er flutningur hugsunar og lestur einnig, hvers vegna hljómar lestur þá hjá langflestum íslendingum allt öðruvísi en mælt mál? Er þetta ekki sama tungumálið? Venjulegur Islendingur sem les upphátt þylur orð í stað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.