Morgunn


Morgunn - 01.06.1979, Page 38

Morgunn - 01.06.1979, Page 38
36 MORGUNN unni til þess að lina og fletja framburðinn. Það er skylda þeirra sem stjórna menningarmálum þjóðarinnár að taka þessi mál almennilegum tökum, úr því þeir hafa fengið fyrirskip- un alþingis um að gera það. Þetta þolir ekki frekari bið. Það hefur dregist allt of lengi. Allir þeir, sem hafa einhvern áhuga á fegurð islenskrar tungu og vilja ekki láta hana subb- ast niður í það sem aumast er, verða að gera sér ljóst, að ef ekki er gripið í tauma er til dæmis aðeins tímaspursmál hve- nær harður framburður er horfinn með þjóðinni og sama er að segja um hv-framburðinn. Rannsóknir dr. Björns Guð- finnssonar hafa sýnt, svo ekki verður um villst, að hvort- tveggja framburðurinn er á hröðu undanhaldi. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því, að menn láti sig engu skipta hvað verður um mæU mál, þótt þeir komist í hinar ótrúlegustu geðshræringar, þegar um ritmálið er að ræða. V. Þá er enn ónefndur sá þáttur mælts máls, sem kemur fram þegar maður les upphátt. Sé miðað við þann þátt lestrar kem- ur fram sú ömurlega staðreynd, að fœstir íslendingar eru læsir! Og það stafar auðvitað af því, að lestrarkennsla í skól- um er öll vitlaus. Við skulum íhuga þetta svolítið nánar. Hvað á sér stað, þegar tveir menn tala saman? Flutningur hugsunar. Og hvað er lestur? Flutningur hugsunar. Ég vil taka það fram, að hér og eftirleiðis í þessari grein á ég við lestur upphátt, þegar ég tala um lestur, þ. e. lestur sem öðr- um er ætlað að heyra. Að sjálfsögðu er lesari að flytja sinar eigin hugsanir, þegar hann les það, sem hann sjálfur hefur samið. Sama máli gegn- ir, þegar hann les það, sem einhver annar hefur samið. Hann er þá að flytja hugsanir höfundarins. Hann er enn að flytja hugsanir. Lestur er því flutningur hugsunar. Ef mælt mál er flutningur hugsunar og lestur einnig, hvers vegna hljómar lestur þá hjá langflestum íslendingum allt öðruvísi en mælt mál? Er þetta ekki sama tungumálið? Venjulegur Islendingur sem les upphátt þylur orð í stað

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.